Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason er orðinn leikmaður Pescara á Ítalíu. Jim Solbakken, umboðsmaður Birkis, staðfesti þetta í samtali við Vísi í dag.
Birkir var í láni hjá ítalska liðinu í vetur frá Standard Liege í Belgíu. Birki gekk vel en svo fór að Pescara féll úr efstu deild. Solbakken segir Pescara hafa haft forkaupsrétt á Birki.
„Pescara nýtti sér forkaupsréttinn," sagði Solbakken og staðfesti að kaupverðið væri rúm ein milljón evra eða rúmlega 160 milljónir íslenskra króna.
Birkir sagði í viðtali við Vísi á dögunum að hann hefði ekki mikinn áhuga á að spila í næstefstu deild á Ítalíu. Því er með öllu óvíst hvort Birkir verði áfram hjá ítalska liðinu.
„Ég er að vinna í nokkrum möguleikum núna. Við sjáum til hvað gerist. Í augnablikinu er hann leikmaður Pescara og þeir greiða laun hans," sagði Solbakken.
Birkir til Pescara fyrir rúmlega milljón evra
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið







„Það var engin taktík“
Fótbolti



Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma
Íslenski boltinn