Þeir 25 vígamenn sem talibanar frelsuðu úr fangelsi í Pakistan í fyrrakvöld eru komnir í örugga höfn í bækistöðvum hreyfingarinnar í Waziristan-héraði í norð-vesturhluta landsins.
Þetta segja talsmenn talibana, en alls sluppu 252 fangar úr haldi eftir að 150 manna lið gerði áhlaup á fangelsið, vopnaðir byssum og sprengjum, til að frelsa félaga sína.
Að þeirra sögn var aðgerðin í undirbúningi í hálft ár og nam kostnaðurinn að jafnvirði hátt í fimmtán milljóna íslenskra króna.
Lögregla í Pakistan segist hafa haft hendur í ári 41 af föngunum sem sluppu.
