Erlent

Kínverjar stefna á tunglið

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Jade Rabbit er ætlað að safna upplýsingum af yfirborði tunglsins og gera tilraunir.
Jade Rabbit er ætlað að safna upplýsingum af yfirborði tunglsins og gera tilraunir. mynd/getty
Kínverjar undirbúa nú för könnunarjeppans Jade Rabbit til tunglsins, en honum verður skotið á loft í byrjun næsta mánaðar. Er honum ætlað að safna upplýsingum af yfirborði tunglsins og gera tilraunir.

Áður hafa þeir sent tvo geimkanna á sporbaug um tunglið en annar þeirra brotlenti á tunglinu. Hinn er enn virkur og er búist við því að hann muni ferðast að minnsta kosti 300 milljón kílómetra frá jörðu.

En fyrirætlanir Kínverja eru metnaðarfullar. Þeir vilja byggja geimstöð fyrir árið 2020 og í framhaldi af því senda mann til tunglsins, en enn sem komið er búa þeir ekki yfir þeirri tækni sem til þarf.

Kínversk yfirvöld segja geimferðaáætlunina undirstrika vaxandi efnahag þjóðarinnar og aukna framþróun í tækninýjungum, þó enn standi þeir Bandaríkjamönnum og Rússum langt að baki.

Nánar er fjallað um málið í myndbandinu hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×