Erlent

Táknmálstúlkurinn bullaði bara

Samúel Karl Ólason skrifar
Skjáskot
Samband heyrnarlausra í Suður-Afríku segir táknmálstúlk á minningarathöfn Nelson Mandela í gær vera loddara. Að hann hafi hreyft hendurnar með ræðum helstu leiðtoga heimsins en heyrnarlausir hafi ekki skilið hvað hann var að segja.

Frá þessu er sagt á vef Sky News og þar segja þrír táknmálsfræðingar manninn ekki vera tjá sig á táknmáli Suður-Afríku né Bandaríkjanna.

Delphin Hlungwane, frá sambandi heyrnarlausra segir að yfirvöld séu að reyna að hafa upp á manninum. Að hann hafi ekki einu sinni getað gert „takk fyrir“ rétt. Þó veit enginn hver maðurinn er né hvað hann heitir.

Tilburði mannsins er hægt að sjá hér að neðan:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×