Býr í bíl við Esjurætur Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 11. desember 2013 19:05 Litháískur karlmaður á sextugsaldri hefur búið í bíl sínum við Esjurætur í nýstingskulda síðan í byrjun september. Bíllinn er bensínlaus og segist hann einfaldlega sofa á daginn. Áhyggjufullir göngugarpar og lögregla hafa fylgst með manninum í vetur, en erfitt er að koma honum til hjálpar þar sem hann vill ekki þiggja neina aðstoð. Maðurinn heitir Ricardas Zazeckis og flutti til Íslands frá Litháen fyrir þrettán árum. Hann er með dvalarleyfi hér á landi. Hann baðst undan viðtali en sagði okkur þó að hann hefði misst vinnuna í vor og í kjölfarið húsnæði sitt. Hann ákvað því að setjast að í bílnum. Ricardas segist eiga fjölskyldu og börn í Litháen sem hann sendi peninga, en hefur ekkert getað hjálpað þeim síðan hann varð atvinnulaus. Þegar við spurðum hann hvað hann aðhefist á daginn svaraði hann einfaldlega - „ég sef bara“. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Ricardas hvorki á atvinnuleysisbótum né örorkubótum og því erfitt að segja til um hvort hann hafi nokkra peninga á milli handanna. Hann sagði okkur að bíllinn virkaði, en væri bensínlaus. Þar af leiðandi getur hann ekki kveikt á honum til að hlýja sér í frostinu. Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, sagði í samtali við fréttastofu að lögreglumenn hafi nokkrum sinnum farið og athugað með Ricardas. Þá hafi þeir bent honum á önnur úrræði, gistiskýli fyrir heimilislausa, og boðið honum að gista á lögreglustöðinni. Hann hafi hins vegar frábeðið sér alla slíka aðstoð. Árni segir ekkert benda til þess að hann sé óreglumaður eða eigi við geðræn vandamál að stríða. Hann segir línurnar vera óskýrar í tilviki Ricardas, og að grípa þyrfti til þvingunarúrræða á borð við sjálfræðissviptingu ef eitthvað ætti að aðhafast gegn vilja hans. Að öllu óbreyttu mun Ricardast því dvelja í Volkswagen Polo bifreið sinni í vetur. Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ökutæki í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Sjá meira
Litháískur karlmaður á sextugsaldri hefur búið í bíl sínum við Esjurætur í nýstingskulda síðan í byrjun september. Bíllinn er bensínlaus og segist hann einfaldlega sofa á daginn. Áhyggjufullir göngugarpar og lögregla hafa fylgst með manninum í vetur, en erfitt er að koma honum til hjálpar þar sem hann vill ekki þiggja neina aðstoð. Maðurinn heitir Ricardas Zazeckis og flutti til Íslands frá Litháen fyrir þrettán árum. Hann er með dvalarleyfi hér á landi. Hann baðst undan viðtali en sagði okkur þó að hann hefði misst vinnuna í vor og í kjölfarið húsnæði sitt. Hann ákvað því að setjast að í bílnum. Ricardas segist eiga fjölskyldu og börn í Litháen sem hann sendi peninga, en hefur ekkert getað hjálpað þeim síðan hann varð atvinnulaus. Þegar við spurðum hann hvað hann aðhefist á daginn svaraði hann einfaldlega - „ég sef bara“. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Ricardas hvorki á atvinnuleysisbótum né örorkubótum og því erfitt að segja til um hvort hann hafi nokkra peninga á milli handanna. Hann sagði okkur að bíllinn virkaði, en væri bensínlaus. Þar af leiðandi getur hann ekki kveikt á honum til að hlýja sér í frostinu. Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, sagði í samtali við fréttastofu að lögreglumenn hafi nokkrum sinnum farið og athugað með Ricardas. Þá hafi þeir bent honum á önnur úrræði, gistiskýli fyrir heimilislausa, og boðið honum að gista á lögreglustöðinni. Hann hafi hins vegar frábeðið sér alla slíka aðstoð. Árni segir ekkert benda til þess að hann sé óreglumaður eða eigi við geðræn vandamál að stríða. Hann segir línurnar vera óskýrar í tilviki Ricardas, og að grípa þyrfti til þvingunarúrræða á borð við sjálfræðissviptingu ef eitthvað ætti að aðhafast gegn vilja hans. Að öllu óbreyttu mun Ricardast því dvelja í Volkswagen Polo bifreið sinni í vetur.
Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ökutæki í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Sjá meira