Segir íslensk yfirvöld teymd eins og kjána í FBI-málinu 4. febrúar 2013 16:27 „Í fyrsta lagi er þarna staðfest að þessi lögreglusveit valsaði hér um í tæplega viku eftir að innanríkisráðherra hafði slitið þessum samskiptum," segir Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks en fram kom í yfirlýsingu í dag að FBI hefði komið hingað til lands í ágúst árið 2011 til þess að yfirheyra íslenskan ríkisborgara í bandaríska sendiráðinu. Sá hafði gefið sig sjálfviljugur fram og haldið því fram að til stæði að ráðast á tölvukerfi íslenska stjórnarráðsins. Meðal annars áttu fulltrúar WikiLeaks að taka þátt í árásinni samkvæmt tilkynningu sem ríkislögreglustjóri og saksóknari sendu frá sér fyrr í dag vegna málsins. Kristinn spyr hvernig mönnum detti í hug að spyrna saman tölvuárásum á stjórnarráðið og svo WikiLeaks. „Þetta er alveg fráleitt," bætir hann við og segist ekki sjá hvað í ósköpunum WikiLeaks ætti að fá út úr slíkum árásum. „Og ég minni á að ég hvatti stjórnvöld að huga að tölvuöryggi stofnanna því það væri í algöru lamasessi," segir Kristinn og bætir við að slíkt rími illa við ásakanir á hendur WikiLeaks. Kristinn segir að þarna sé verið að tengja WikiLeaks við „makalausa atburðarrás," sem hann veit ekki hvort sé tilbúningur eða ekki. „Mér þykir grafalvarlegt mál að íslensk yfirvöld láti teyma sig eins og kjána af fulltrúum alríkislögreglunnar í þessu máli," segir Kristinn um málið. Kristinn segir þó alvarlegasta málið hversu lengi fulltrúar alríkislögreglunnar fengu að athafna sig hér á landi eftir að innanríkisráðuneytið hafnaði öllu samstarfi við þá. Í lok tilkynningarinnar frá ríkislögreglustjóra og saksóknara segir að fulltrúar FBI héldu áfram viðræðum við manninn sem gaf sig fram í sendirráðið og hélt því fram að tölvuárás væri yfirvofandi, næstu daga án aðkomu íslensku lögreglunnar. 30. ágúst upplýstu fulltrúar FBI fulltrúa ríkislögreglustjóra um að sendiráði Bandaríkjanna hefði verið tjáð sú ósk utanríkis- og innanríkisráðuneytisins að FBI ræddi ekki frekar við manninn hér á landi auk þess sem gefið var í skyn að vera þeirra hér á landi væri talin óæskileg. Í framhaldi af því yfirgáfu þeir landið. Ekki náðist í Ögmund vegna fréttarinnar en hann er staddur í Kína. Tengdar fréttir Segja innanríkisráðuneytið hafa heimilað komu FBI til Íslands Innanríkisráðuneytið var með í ráðum varðandi komu bandarísku alríkisfulltrúanna (FBI) hingað til lands í ágúst árið 2011 og réttarbeiðni frá fulltrúunum lá inni á borði innanríkisráðuneytisins í rúman mánuð áður en þeim var heimilað að koma hingað til lands. 4. febrúar 2013 15:29 Komu athugasemdum á framfæri vegna komu FBI til Íslands "Þetta stenst,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra spurður um orð Kristins Hrafnssonar í Kastljósi í kvöld, þar sem hann lýsti því þegar fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) komu hingað til lands til þess að rannsaka sakamál gegn WikiLeaks. 30. janúar 2013 20:28 Segir Ögmund hafa rekið liðsmenn FBI úr landi Kristinn Hrafnsson, upplýsingafulltrúi WikiLeaks, sagði í Kastljósi í kvöld að einkaflugvél með fulltrúum bandarísku alríkislögreglunnar (FBI), hefði lent á Reykjavíkurflugvelli og ætlað sér að hefja sakamálarannsókn gegn WikiLeaks hér á landi. 30. janúar 2013 19:55 Fulltrúar WikiLeaks grunaðir um að áforma brot gegn íslenska ríkinu Ástæða þess að bandaríska alríkislögreglan, FBI, kom til Íslands sumarið 2011 var sú að FBI og íslenska lögreglan rannsökuðu saman mögulega árás á tölvukerfi Stjórnarráðsins. Þetta kemur í samantekt lögreglunnar sem birt var í dag. 4. febrúar 2013 14:57 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira
„Í fyrsta lagi er þarna staðfest að þessi lögreglusveit valsaði hér um í tæplega viku eftir að innanríkisráðherra hafði slitið þessum samskiptum," segir Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks en fram kom í yfirlýsingu í dag að FBI hefði komið hingað til lands í ágúst árið 2011 til þess að yfirheyra íslenskan ríkisborgara í bandaríska sendiráðinu. Sá hafði gefið sig sjálfviljugur fram og haldið því fram að til stæði að ráðast á tölvukerfi íslenska stjórnarráðsins. Meðal annars áttu fulltrúar WikiLeaks að taka þátt í árásinni samkvæmt tilkynningu sem ríkislögreglustjóri og saksóknari sendu frá sér fyrr í dag vegna málsins. Kristinn spyr hvernig mönnum detti í hug að spyrna saman tölvuárásum á stjórnarráðið og svo WikiLeaks. „Þetta er alveg fráleitt," bætir hann við og segist ekki sjá hvað í ósköpunum WikiLeaks ætti að fá út úr slíkum árásum. „Og ég minni á að ég hvatti stjórnvöld að huga að tölvuöryggi stofnanna því það væri í algöru lamasessi," segir Kristinn og bætir við að slíkt rími illa við ásakanir á hendur WikiLeaks. Kristinn segir að þarna sé verið að tengja WikiLeaks við „makalausa atburðarrás," sem hann veit ekki hvort sé tilbúningur eða ekki. „Mér þykir grafalvarlegt mál að íslensk yfirvöld láti teyma sig eins og kjána af fulltrúum alríkislögreglunnar í þessu máli," segir Kristinn um málið. Kristinn segir þó alvarlegasta málið hversu lengi fulltrúar alríkislögreglunnar fengu að athafna sig hér á landi eftir að innanríkisráðuneytið hafnaði öllu samstarfi við þá. Í lok tilkynningarinnar frá ríkislögreglustjóra og saksóknara segir að fulltrúar FBI héldu áfram viðræðum við manninn sem gaf sig fram í sendirráðið og hélt því fram að tölvuárás væri yfirvofandi, næstu daga án aðkomu íslensku lögreglunnar. 30. ágúst upplýstu fulltrúar FBI fulltrúa ríkislögreglustjóra um að sendiráði Bandaríkjanna hefði verið tjáð sú ósk utanríkis- og innanríkisráðuneytisins að FBI ræddi ekki frekar við manninn hér á landi auk þess sem gefið var í skyn að vera þeirra hér á landi væri talin óæskileg. Í framhaldi af því yfirgáfu þeir landið. Ekki náðist í Ögmund vegna fréttarinnar en hann er staddur í Kína.
Tengdar fréttir Segja innanríkisráðuneytið hafa heimilað komu FBI til Íslands Innanríkisráðuneytið var með í ráðum varðandi komu bandarísku alríkisfulltrúanna (FBI) hingað til lands í ágúst árið 2011 og réttarbeiðni frá fulltrúunum lá inni á borði innanríkisráðuneytisins í rúman mánuð áður en þeim var heimilað að koma hingað til lands. 4. febrúar 2013 15:29 Komu athugasemdum á framfæri vegna komu FBI til Íslands "Þetta stenst,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra spurður um orð Kristins Hrafnssonar í Kastljósi í kvöld, þar sem hann lýsti því þegar fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) komu hingað til lands til þess að rannsaka sakamál gegn WikiLeaks. 30. janúar 2013 20:28 Segir Ögmund hafa rekið liðsmenn FBI úr landi Kristinn Hrafnsson, upplýsingafulltrúi WikiLeaks, sagði í Kastljósi í kvöld að einkaflugvél með fulltrúum bandarísku alríkislögreglunnar (FBI), hefði lent á Reykjavíkurflugvelli og ætlað sér að hefja sakamálarannsókn gegn WikiLeaks hér á landi. 30. janúar 2013 19:55 Fulltrúar WikiLeaks grunaðir um að áforma brot gegn íslenska ríkinu Ástæða þess að bandaríska alríkislögreglan, FBI, kom til Íslands sumarið 2011 var sú að FBI og íslenska lögreglan rannsökuðu saman mögulega árás á tölvukerfi Stjórnarráðsins. Þetta kemur í samantekt lögreglunnar sem birt var í dag. 4. febrúar 2013 14:57 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira
Segja innanríkisráðuneytið hafa heimilað komu FBI til Íslands Innanríkisráðuneytið var með í ráðum varðandi komu bandarísku alríkisfulltrúanna (FBI) hingað til lands í ágúst árið 2011 og réttarbeiðni frá fulltrúunum lá inni á borði innanríkisráðuneytisins í rúman mánuð áður en þeim var heimilað að koma hingað til lands. 4. febrúar 2013 15:29
Komu athugasemdum á framfæri vegna komu FBI til Íslands "Þetta stenst,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra spurður um orð Kristins Hrafnssonar í Kastljósi í kvöld, þar sem hann lýsti því þegar fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) komu hingað til lands til þess að rannsaka sakamál gegn WikiLeaks. 30. janúar 2013 20:28
Segir Ögmund hafa rekið liðsmenn FBI úr landi Kristinn Hrafnsson, upplýsingafulltrúi WikiLeaks, sagði í Kastljósi í kvöld að einkaflugvél með fulltrúum bandarísku alríkislögreglunnar (FBI), hefði lent á Reykjavíkurflugvelli og ætlað sér að hefja sakamálarannsókn gegn WikiLeaks hér á landi. 30. janúar 2013 19:55
Fulltrúar WikiLeaks grunaðir um að áforma brot gegn íslenska ríkinu Ástæða þess að bandaríska alríkislögreglan, FBI, kom til Íslands sumarið 2011 var sú að FBI og íslenska lögreglan rannsökuðu saman mögulega árás á tölvukerfi Stjórnarráðsins. Þetta kemur í samantekt lögreglunnar sem birt var í dag. 4. febrúar 2013 14:57