Erlent

Páfinn hélt sína fyrstu jólamessu

Páfinn var hress í dag, þegar hann hélt sína fyrstu jólamessu.
Páfinn var hress í dag, þegar hann hélt sína fyrstu jólamessu. mynd/afp
Fæðingu Jesús Krists var fagnað víða um heim. Mikill mannfjöldi kom saman í Betlehem. Frans páfi hél messu á torgi hins heilags Péturs í Róm og hlýddu tugþúsundir á hann.



Gríðarlegur fjöldi kom saman í Betlehem í gær á aðfangadagskvöldi. Fjöldi ferðalanga fagnaði jólunum á torgi borgarinnar. Ferðamönnum sem eyða jólunum í Betlehem við fæðingastað Jesús Krists hefur fjölgað undanfarin ár eftir að það dró úr átökum á milli Ísralel og Palestínu.

Fólk kom einnig saman á Sánkti Péturs torgi í Róm á aðfangadegi. Þúsundir gesta hreiðruðu um sig á torginu og sungu saman sálma. Frans páfi hélt stutta ræðu í Sankti Péturs kirkju. Hann talaði um mikilvægi þess að bera væntumþykju til náungans, þá gengju jarðarbúar í ljósinu. Myrkrið myndi hins vegar hellast yfir mannkynið væri einstaklingnum stjórnað af stolti og sjálfselsku.

Frans páfi hélt sína fyrstu jólamessu í dag á Santki Péturs torgi en hann tók við embætti páfa fyrr á þessu ári. Ræddi hann meðal annars um ástandið í Afríku og Mið-Austurlöndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×