"Tilfinning ungs fólks fyrir peningum er horfin“ Jóhannes Stefánsson skrifar 20. júní 2013 15:19 Harpa telur að með tilkomu korta geti tilfinningin fyrir peningum minnkað. Fjármálalæsi fólks á Íslandi hefur hrakað samkvæmt rannsókn sem framkvæmd var af Stofnun um fjármálalæsi og sálfræðisviði viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík. Þetta gildir sérstaklega um ungt fólk. Harpa Friðriksdóttir, B.Ed. í kennarafræðum, telur í ljósi þessa að réttast væri að fjármál yrðu kennd strax við sex ára aldur. Hún skrifaði B.Ed. verkefni við Háskólann á Akureyri fyrir skemmstu þar sem hún reifaði helstu sjónarmið að baki þessari skoðun. „Fjármálalæsi fer hrakandi miðað við að það ætti í raun að fara batnandi," segir Harpa. „Ég ákvað að skrifa um þetta út af því að fólk virðist ekki vita meira um fjármál eftir fjármálakreppu. Þeir sem eru í aldurshópnum 20 - 30 ára virðast ekki hafa næga þekkingu á fjármálum almennt. Okkur hefur farið aftur í að halda heimilisbókhald, það gerir það enginn lengur. Það er held ég út af því að nánast allir eru komnir með kort og þannig virðist tilfinningin fyrir því að fólk sé að fara með peninga horfin."Fjármálalæsi ekki síður mikilvægt en önnur þekking Þá segir Harpa: „Fjármálalæsi er ein forsenda þess að fólk geri sér grein fyrir því hvernig samfélagið virkar. Það gera sér ekkert allir grein fyrir því hvers vegna þeir borga skatta og það virðast fáir vita hvað verðbólga í raun er, þó að fólk hafi heyrt orðið verðbólga margoft." Harpa vil að börnum verði kennt að fara með peninga strax í grunnskóla. „Fjármál eiga að vera kennd frá sex ára aldri. Það á til dæmis kenna að börnunum hvað gerist ef þú færð 200 krónur núna og leggur helminginn fyrir. Börnin ættu að fá að sjá peninginn vaxa út af vöxtunum." Harpa segir vitund ungs fólks á peningum ekki upp á marga fiska. „Börn þurfa að átta sig á því snemma að kortið hjá mömmu og pabba er meira en bara eitthvað plastkort, það er meira sem býr að baki." Hún segir sumar af stærstu ákvörðunum í lífi hvers manns teknar í tengslum við fjármál. Því skjóti það skökku við að í skólum landsins séu fjármálum nær enginn gaumur gefinn. "Af hverju er ég að borga skatta? Margir hafa ekki hugmynd um það og vita ekki í hvað peningunum er eytt og með hvaða hætti hann kemur til baka. Hugarfarið er þannig að „þetta reddast allt". Þá eru mjög fáir sem safna sérstaklega fyrir íbúð."Stendur til bóta með vitundarvakningu Harpa bendir á að síðustu ár sé að eiga sér stað vitundarvakning í málaflokknum. Til að mynda hefur verið komið á laggirnar stýrihóp til að meta hvernig kennslu í fjármálum verður best komið fyrir í skólum landsins. Í ritgerð Hörpu segir svo: „Það er því allra hagur að skólayfirvöld, ríkisstofnanir og aðrir hagsmunaaðilar taki höndum saman og vinni á sem áhrifaríkastan hátt að menntun þegna sinna." Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sjá meira
Fjármálalæsi fólks á Íslandi hefur hrakað samkvæmt rannsókn sem framkvæmd var af Stofnun um fjármálalæsi og sálfræðisviði viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík. Þetta gildir sérstaklega um ungt fólk. Harpa Friðriksdóttir, B.Ed. í kennarafræðum, telur í ljósi þessa að réttast væri að fjármál yrðu kennd strax við sex ára aldur. Hún skrifaði B.Ed. verkefni við Háskólann á Akureyri fyrir skemmstu þar sem hún reifaði helstu sjónarmið að baki þessari skoðun. „Fjármálalæsi fer hrakandi miðað við að það ætti í raun að fara batnandi," segir Harpa. „Ég ákvað að skrifa um þetta út af því að fólk virðist ekki vita meira um fjármál eftir fjármálakreppu. Þeir sem eru í aldurshópnum 20 - 30 ára virðast ekki hafa næga þekkingu á fjármálum almennt. Okkur hefur farið aftur í að halda heimilisbókhald, það gerir það enginn lengur. Það er held ég út af því að nánast allir eru komnir með kort og þannig virðist tilfinningin fyrir því að fólk sé að fara með peninga horfin."Fjármálalæsi ekki síður mikilvægt en önnur þekking Þá segir Harpa: „Fjármálalæsi er ein forsenda þess að fólk geri sér grein fyrir því hvernig samfélagið virkar. Það gera sér ekkert allir grein fyrir því hvers vegna þeir borga skatta og það virðast fáir vita hvað verðbólga í raun er, þó að fólk hafi heyrt orðið verðbólga margoft." Harpa vil að börnum verði kennt að fara með peninga strax í grunnskóla. „Fjármál eiga að vera kennd frá sex ára aldri. Það á til dæmis kenna að börnunum hvað gerist ef þú færð 200 krónur núna og leggur helminginn fyrir. Börnin ættu að fá að sjá peninginn vaxa út af vöxtunum." Harpa segir vitund ungs fólks á peningum ekki upp á marga fiska. „Börn þurfa að átta sig á því snemma að kortið hjá mömmu og pabba er meira en bara eitthvað plastkort, það er meira sem býr að baki." Hún segir sumar af stærstu ákvörðunum í lífi hvers manns teknar í tengslum við fjármál. Því skjóti það skökku við að í skólum landsins séu fjármálum nær enginn gaumur gefinn. "Af hverju er ég að borga skatta? Margir hafa ekki hugmynd um það og vita ekki í hvað peningunum er eytt og með hvaða hætti hann kemur til baka. Hugarfarið er þannig að „þetta reddast allt". Þá eru mjög fáir sem safna sérstaklega fyrir íbúð."Stendur til bóta með vitundarvakningu Harpa bendir á að síðustu ár sé að eiga sér stað vitundarvakning í málaflokknum. Til að mynda hefur verið komið á laggirnar stýrihóp til að meta hvernig kennslu í fjármálum verður best komið fyrir í skólum landsins. Í ritgerð Hörpu segir svo: „Það er því allra hagur að skólayfirvöld, ríkisstofnanir og aðrir hagsmunaaðilar taki höndum saman og vinni á sem áhrifaríkastan hátt að menntun þegna sinna."
Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sjá meira