"Tilfinning ungs fólks fyrir peningum er horfin“ Jóhannes Stefánsson skrifar 20. júní 2013 15:19 Harpa telur að með tilkomu korta geti tilfinningin fyrir peningum minnkað. Fjármálalæsi fólks á Íslandi hefur hrakað samkvæmt rannsókn sem framkvæmd var af Stofnun um fjármálalæsi og sálfræðisviði viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík. Þetta gildir sérstaklega um ungt fólk. Harpa Friðriksdóttir, B.Ed. í kennarafræðum, telur í ljósi þessa að réttast væri að fjármál yrðu kennd strax við sex ára aldur. Hún skrifaði B.Ed. verkefni við Háskólann á Akureyri fyrir skemmstu þar sem hún reifaði helstu sjónarmið að baki þessari skoðun. „Fjármálalæsi fer hrakandi miðað við að það ætti í raun að fara batnandi," segir Harpa. „Ég ákvað að skrifa um þetta út af því að fólk virðist ekki vita meira um fjármál eftir fjármálakreppu. Þeir sem eru í aldurshópnum 20 - 30 ára virðast ekki hafa næga þekkingu á fjármálum almennt. Okkur hefur farið aftur í að halda heimilisbókhald, það gerir það enginn lengur. Það er held ég út af því að nánast allir eru komnir með kort og þannig virðist tilfinningin fyrir því að fólk sé að fara með peninga horfin."Fjármálalæsi ekki síður mikilvægt en önnur þekking Þá segir Harpa: „Fjármálalæsi er ein forsenda þess að fólk geri sér grein fyrir því hvernig samfélagið virkar. Það gera sér ekkert allir grein fyrir því hvers vegna þeir borga skatta og það virðast fáir vita hvað verðbólga í raun er, þó að fólk hafi heyrt orðið verðbólga margoft." Harpa vil að börnum verði kennt að fara með peninga strax í grunnskóla. „Fjármál eiga að vera kennd frá sex ára aldri. Það á til dæmis kenna að börnunum hvað gerist ef þú færð 200 krónur núna og leggur helminginn fyrir. Börnin ættu að fá að sjá peninginn vaxa út af vöxtunum." Harpa segir vitund ungs fólks á peningum ekki upp á marga fiska. „Börn þurfa að átta sig á því snemma að kortið hjá mömmu og pabba er meira en bara eitthvað plastkort, það er meira sem býr að baki." Hún segir sumar af stærstu ákvörðunum í lífi hvers manns teknar í tengslum við fjármál. Því skjóti það skökku við að í skólum landsins séu fjármálum nær enginn gaumur gefinn. "Af hverju er ég að borga skatta? Margir hafa ekki hugmynd um það og vita ekki í hvað peningunum er eytt og með hvaða hætti hann kemur til baka. Hugarfarið er þannig að „þetta reddast allt". Þá eru mjög fáir sem safna sérstaklega fyrir íbúð."Stendur til bóta með vitundarvakningu Harpa bendir á að síðustu ár sé að eiga sér stað vitundarvakning í málaflokknum. Til að mynda hefur verið komið á laggirnar stýrihóp til að meta hvernig kennslu í fjármálum verður best komið fyrir í skólum landsins. Í ritgerð Hörpu segir svo: „Það er því allra hagur að skólayfirvöld, ríkisstofnanir og aðrir hagsmunaaðilar taki höndum saman og vinni á sem áhrifaríkastan hátt að menntun þegna sinna." Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sjá meira
Fjármálalæsi fólks á Íslandi hefur hrakað samkvæmt rannsókn sem framkvæmd var af Stofnun um fjármálalæsi og sálfræðisviði viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík. Þetta gildir sérstaklega um ungt fólk. Harpa Friðriksdóttir, B.Ed. í kennarafræðum, telur í ljósi þessa að réttast væri að fjármál yrðu kennd strax við sex ára aldur. Hún skrifaði B.Ed. verkefni við Háskólann á Akureyri fyrir skemmstu þar sem hún reifaði helstu sjónarmið að baki þessari skoðun. „Fjármálalæsi fer hrakandi miðað við að það ætti í raun að fara batnandi," segir Harpa. „Ég ákvað að skrifa um þetta út af því að fólk virðist ekki vita meira um fjármál eftir fjármálakreppu. Þeir sem eru í aldurshópnum 20 - 30 ára virðast ekki hafa næga þekkingu á fjármálum almennt. Okkur hefur farið aftur í að halda heimilisbókhald, það gerir það enginn lengur. Það er held ég út af því að nánast allir eru komnir með kort og þannig virðist tilfinningin fyrir því að fólk sé að fara með peninga horfin."Fjármálalæsi ekki síður mikilvægt en önnur þekking Þá segir Harpa: „Fjármálalæsi er ein forsenda þess að fólk geri sér grein fyrir því hvernig samfélagið virkar. Það gera sér ekkert allir grein fyrir því hvers vegna þeir borga skatta og það virðast fáir vita hvað verðbólga í raun er, þó að fólk hafi heyrt orðið verðbólga margoft." Harpa vil að börnum verði kennt að fara með peninga strax í grunnskóla. „Fjármál eiga að vera kennd frá sex ára aldri. Það á til dæmis kenna að börnunum hvað gerist ef þú færð 200 krónur núna og leggur helminginn fyrir. Börnin ættu að fá að sjá peninginn vaxa út af vöxtunum." Harpa segir vitund ungs fólks á peningum ekki upp á marga fiska. „Börn þurfa að átta sig á því snemma að kortið hjá mömmu og pabba er meira en bara eitthvað plastkort, það er meira sem býr að baki." Hún segir sumar af stærstu ákvörðunum í lífi hvers manns teknar í tengslum við fjármál. Því skjóti það skökku við að í skólum landsins séu fjármálum nær enginn gaumur gefinn. "Af hverju er ég að borga skatta? Margir hafa ekki hugmynd um það og vita ekki í hvað peningunum er eytt og með hvaða hætti hann kemur til baka. Hugarfarið er þannig að „þetta reddast allt". Þá eru mjög fáir sem safna sérstaklega fyrir íbúð."Stendur til bóta með vitundarvakningu Harpa bendir á að síðustu ár sé að eiga sér stað vitundarvakning í málaflokknum. Til að mynda hefur verið komið á laggirnar stýrihóp til að meta hvernig kennslu í fjármálum verður best komið fyrir í skólum landsins. Í ritgerð Hörpu segir svo: „Það er því allra hagur að skólayfirvöld, ríkisstofnanir og aðrir hagsmunaaðilar taki höndum saman og vinni á sem áhrifaríkastan hátt að menntun þegna sinna."
Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sjá meira