Bandaríkjamenn og Rússar náðu seint í gær að höggva á erfiðan hnút í Sýrlandsdeilunni og féllust á tillögu Sameinuðu þjóðanna, sem felur það í sér að Sýrland afhendi efnavopn sín án þess að þeim sé hótað hernaðaríhlutun, jafnvel þó ekki takist að uppfylla skilyrðin.
Gert er ráð fyrir því að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna greiði atkvæði um tillöguna í kvöld en ríkin fimm, sem eiga fastafulltrúa í Öryggisráðinu, hafa náð samkomulagi um orðalag og efni ályktunarinnar.
