Sækjum til sigurs í Osló Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. október 2013 08:00 Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson fagna í gær. Mynd/Vilhelm „Sóknarleikurinn var ekki jafngóður og gegn Albaníu. Við stjórnuðum samt leiknum og hefðum átt að skora fleiri mörk,“ sagði Lars Lagerbäck við blaðamenn að loknum 2-0 sigrinum á Kýpur í undankeppni HM í gærkvöldi. Landsliðsþjálfarinn sagði leikinn hafa spilast eins og hann átti von á þótt tempóið í fyrri hálfleik hefði verið hægara en stefnt var að. Leikmenn voru þó afslappaðir í búningsklefanum í hálfleik þrátt fyrir markaleysið. „Menn tala yfirleitt frekar mikið í hálfleik en þeir voru þöglir eftir að við Heimir höfðum lokið okkur af. Þeir meðhöndluðu stöðuna vel.“ Sá sænski var afar sáttur við þá staðreynd að enginn leikmaður íslenska liðsins fékk gult spjald í leiknum. Sex af þeim sem spiluðu voru á hættusvæði en allir spiluðu með skynsemina að vopni. „Það er í fyrsta skipti í leik undir minni stjórn sem enginn fær gult,“ sagði Lagerbäck sáttur enda hefur Svíinn lagt áherslu á aga í þeim málum. Íslenska liðið æfir í dag og fyrri part dags á morgun áður en flogið verður utan til Noregs. Ljóst er að umspilssætið er íslenska liðsins með sigri í Osló á þriðjudagskvöld þótt jafntefli geti dugað og jafnvel tap. Baráttan um annað sætið stendur á milli Íslands og Slóveníu sem sækir Sviss heim. Svíinn segir stöðuna ekki flókna. „Við stefnum á sigur. Auðvitað fylgjumst við með gangi mála hjá Sviss og Slóveníu,“ sagði Lagerbäck. „Ef það koma góðar fréttir frá Sviss munum við reyna að vera varkárari.“ Aðstoðarmaður hans, Heimir Hallgrímsson, bætti við lykilatriðinu. „Við verðum að minnsta kosti að gera jafnvel og Slóvenar gera gegn Sviss." Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Fleiri fréttir Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Sjá meira
„Sóknarleikurinn var ekki jafngóður og gegn Albaníu. Við stjórnuðum samt leiknum og hefðum átt að skora fleiri mörk,“ sagði Lars Lagerbäck við blaðamenn að loknum 2-0 sigrinum á Kýpur í undankeppni HM í gærkvöldi. Landsliðsþjálfarinn sagði leikinn hafa spilast eins og hann átti von á þótt tempóið í fyrri hálfleik hefði verið hægara en stefnt var að. Leikmenn voru þó afslappaðir í búningsklefanum í hálfleik þrátt fyrir markaleysið. „Menn tala yfirleitt frekar mikið í hálfleik en þeir voru þöglir eftir að við Heimir höfðum lokið okkur af. Þeir meðhöndluðu stöðuna vel.“ Sá sænski var afar sáttur við þá staðreynd að enginn leikmaður íslenska liðsins fékk gult spjald í leiknum. Sex af þeim sem spiluðu voru á hættusvæði en allir spiluðu með skynsemina að vopni. „Það er í fyrsta skipti í leik undir minni stjórn sem enginn fær gult,“ sagði Lagerbäck sáttur enda hefur Svíinn lagt áherslu á aga í þeim málum. Íslenska liðið æfir í dag og fyrri part dags á morgun áður en flogið verður utan til Noregs. Ljóst er að umspilssætið er íslenska liðsins með sigri í Osló á þriðjudagskvöld þótt jafntefli geti dugað og jafnvel tap. Baráttan um annað sætið stendur á milli Íslands og Slóveníu sem sækir Sviss heim. Svíinn segir stöðuna ekki flókna. „Við stefnum á sigur. Auðvitað fylgjumst við með gangi mála hjá Sviss og Slóveníu,“ sagði Lagerbäck. „Ef það koma góðar fréttir frá Sviss munum við reyna að vera varkárari.“ Aðstoðarmaður hans, Heimir Hallgrímsson, bætti við lykilatriðinu. „Við verðum að minnsta kosti að gera jafnvel og Slóvenar gera gegn Sviss."
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Fleiri fréttir Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Sjá meira