Erlent

Vill banna ákveðin leitarorð á netinu

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir fyrirtæki á borð við Google, Bing og Yahoo! verða að taka þátt í baráttunni gegn barnaníðefni á internetinu.

Í viðtali við BBC-sjónvarpsstöðina sem sýnt verður í dag segir forsætisráðherrann að fyrirtækjunum beri að leggja sitt af mörkum til verndar börnum. Hann vill að ákveðin leitarorð og orðasamsetningar verði sett á bannlista og slái netnotandi þau inn verði hann fluttur á vefsíðu þar sem honum er tilgreindar afleiðingar þess að skoða vafasamt efni á netinu, allt frá atvinnumissi til forræðismissis yfir börnum. Séu tæknilegir annmarkar á hugmyndinni hvetur forsætisráðherrann fyrirtækin til að leita lausna á þeim, frekar en að aðhafast ekkert.

Sérfræðingar eru þó ekki allir sannfærðir um að hugmyndir Camerons séu líklegar til árangurs. Talsmaður Google svarar Cameron og segir fyrirtækið ekki líða barnaníðefni. Slíkt efni sé fjarlægt tafarlaust í hvert skipti sem það finnst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×