Obama bregst við njósnahneykslinu Guðsteinn Bjarnason skrifar 9. ágúst 2013 19:40 Afstaðan til Snowdens er óbreytt: Bandaríkin vilja enn fá hann framseldan. fréttablaðið/AP „Bandaríkin hafa engan áhuga á því að njósna um líf almennings,“ sagði Barack Obama Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi rétt í þessu, þar sem hann kynnti hert eftirlit með þeirri víðtæku njósnastarfsemi, sem leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur orðið uppvís að. „Það er ekki nóg að ég sem forseti hafi trú á þessum kerfum, heldur þarf almenningur í Bandaríkjunum að bera traust til þeirra líka.“ Hann tekur þó fram að engar sérstakar breytingar verði gerðar á heimildum leyniþjónustumanna til njósna, heldur nái breytingarnar einkum til eftirlits og gagnsæis. Ákvörðun Obama um að afboða leiðtogafund með Vladimír Pútín í næsta mánuði er talin bera merki þess að Obama sé ósáttur við að Rússar hafi veitt uppljóstraranum Edward Snowden tímabundið hæli. Það var hins vegar Snowden sem upplýsti heimsbyggðina um að bandarískir leyniþjónustumenn stunda víðtækt eftirlit með símtölum og netsamskiptum einstaklinga. Viðbrögð Obama í gær benda til þess að hann hafi áttað sig á því hve skaðlegar þessar njósnir eru ímynd Bandaríkjanna, jafnt heima fyrir sem erlendis. Obama boðar nú endurskoðun á þessu eftirliti, segir að forsendur þess verði gerðar opinberar og gegnsæi verði í hávegum haft. „Það er rétt að spyrja spurninga um eftirlit, ekki síst þar sem tæknin er að endurmóta allar hliðar lífs okkar,“ sagði Obama á blaðamannafundinum í gær. Aðspurður sagði hann þetta hins vegar engu breyta um afstöðu Bandaríkjanna gagnvart Snowden. Bandaríkin hafa viljað fá hann framseldan og sóttan til saka. „Nei, ég tel ekki að Snowden sé föðurlandsvinur,“ sagði Obama. Þótt Obama hafi afboðað leiðtogafund með Vladimír Pútín í næsta mánuði, hittust utanríkisráðherrar ríkjanna, þeir John Kerry og Sergei Lavrov, í Washington í gær. Hvorugur þeirra fór í grafgötur með að samskipti ríkjanna væru í ákveðinni lægð, en Lavrov sagði þó að menn þyrftu að haga sér eins og fullorðið fólk. Meðal þeirra sem hafa fagnað ákvörðun Bandaríkjaforseta eru rússneskir stjórnarandstæðingar. „Pútín þrífst og dafnar á þessum sameiginlegu framkomum til að sýna kumpánum sínum að hann standi jafnfætis á alþjóðasviðinu,“ er haft eftir Garrí Kasparov á vefsíðu vikuritsins Time. Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
„Bandaríkin hafa engan áhuga á því að njósna um líf almennings,“ sagði Barack Obama Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi rétt í þessu, þar sem hann kynnti hert eftirlit með þeirri víðtæku njósnastarfsemi, sem leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur orðið uppvís að. „Það er ekki nóg að ég sem forseti hafi trú á þessum kerfum, heldur þarf almenningur í Bandaríkjunum að bera traust til þeirra líka.“ Hann tekur þó fram að engar sérstakar breytingar verði gerðar á heimildum leyniþjónustumanna til njósna, heldur nái breytingarnar einkum til eftirlits og gagnsæis. Ákvörðun Obama um að afboða leiðtogafund með Vladimír Pútín í næsta mánuði er talin bera merki þess að Obama sé ósáttur við að Rússar hafi veitt uppljóstraranum Edward Snowden tímabundið hæli. Það var hins vegar Snowden sem upplýsti heimsbyggðina um að bandarískir leyniþjónustumenn stunda víðtækt eftirlit með símtölum og netsamskiptum einstaklinga. Viðbrögð Obama í gær benda til þess að hann hafi áttað sig á því hve skaðlegar þessar njósnir eru ímynd Bandaríkjanna, jafnt heima fyrir sem erlendis. Obama boðar nú endurskoðun á þessu eftirliti, segir að forsendur þess verði gerðar opinberar og gegnsæi verði í hávegum haft. „Það er rétt að spyrja spurninga um eftirlit, ekki síst þar sem tæknin er að endurmóta allar hliðar lífs okkar,“ sagði Obama á blaðamannafundinum í gær. Aðspurður sagði hann þetta hins vegar engu breyta um afstöðu Bandaríkjanna gagnvart Snowden. Bandaríkin hafa viljað fá hann framseldan og sóttan til saka. „Nei, ég tel ekki að Snowden sé föðurlandsvinur,“ sagði Obama. Þótt Obama hafi afboðað leiðtogafund með Vladimír Pútín í næsta mánuði, hittust utanríkisráðherrar ríkjanna, þeir John Kerry og Sergei Lavrov, í Washington í gær. Hvorugur þeirra fór í grafgötur með að samskipti ríkjanna væru í ákveðinni lægð, en Lavrov sagði þó að menn þyrftu að haga sér eins og fullorðið fólk. Meðal þeirra sem hafa fagnað ákvörðun Bandaríkjaforseta eru rússneskir stjórnarandstæðingar. „Pútín þrífst og dafnar á þessum sameiginlegu framkomum til að sýna kumpánum sínum að hann standi jafnfætis á alþjóðasviðinu,“ er haft eftir Garrí Kasparov á vefsíðu vikuritsins Time.
Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira