Obama bregst við njósnahneykslinu Guðsteinn Bjarnason skrifar 9. ágúst 2013 19:40 Afstaðan til Snowdens er óbreytt: Bandaríkin vilja enn fá hann framseldan. fréttablaðið/AP „Bandaríkin hafa engan áhuga á því að njósna um líf almennings,“ sagði Barack Obama Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi rétt í þessu, þar sem hann kynnti hert eftirlit með þeirri víðtæku njósnastarfsemi, sem leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur orðið uppvís að. „Það er ekki nóg að ég sem forseti hafi trú á þessum kerfum, heldur þarf almenningur í Bandaríkjunum að bera traust til þeirra líka.“ Hann tekur þó fram að engar sérstakar breytingar verði gerðar á heimildum leyniþjónustumanna til njósna, heldur nái breytingarnar einkum til eftirlits og gagnsæis. Ákvörðun Obama um að afboða leiðtogafund með Vladimír Pútín í næsta mánuði er talin bera merki þess að Obama sé ósáttur við að Rússar hafi veitt uppljóstraranum Edward Snowden tímabundið hæli. Það var hins vegar Snowden sem upplýsti heimsbyggðina um að bandarískir leyniþjónustumenn stunda víðtækt eftirlit með símtölum og netsamskiptum einstaklinga. Viðbrögð Obama í gær benda til þess að hann hafi áttað sig á því hve skaðlegar þessar njósnir eru ímynd Bandaríkjanna, jafnt heima fyrir sem erlendis. Obama boðar nú endurskoðun á þessu eftirliti, segir að forsendur þess verði gerðar opinberar og gegnsæi verði í hávegum haft. „Það er rétt að spyrja spurninga um eftirlit, ekki síst þar sem tæknin er að endurmóta allar hliðar lífs okkar,“ sagði Obama á blaðamannafundinum í gær. Aðspurður sagði hann þetta hins vegar engu breyta um afstöðu Bandaríkjanna gagnvart Snowden. Bandaríkin hafa viljað fá hann framseldan og sóttan til saka. „Nei, ég tel ekki að Snowden sé föðurlandsvinur,“ sagði Obama. Þótt Obama hafi afboðað leiðtogafund með Vladimír Pútín í næsta mánuði, hittust utanríkisráðherrar ríkjanna, þeir John Kerry og Sergei Lavrov, í Washington í gær. Hvorugur þeirra fór í grafgötur með að samskipti ríkjanna væru í ákveðinni lægð, en Lavrov sagði þó að menn þyrftu að haga sér eins og fullorðið fólk. Meðal þeirra sem hafa fagnað ákvörðun Bandaríkjaforseta eru rússneskir stjórnarandstæðingar. „Pútín þrífst og dafnar á þessum sameiginlegu framkomum til að sýna kumpánum sínum að hann standi jafnfætis á alþjóðasviðinu,“ er haft eftir Garrí Kasparov á vefsíðu vikuritsins Time. Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Sjá meira
„Bandaríkin hafa engan áhuga á því að njósna um líf almennings,“ sagði Barack Obama Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi rétt í þessu, þar sem hann kynnti hert eftirlit með þeirri víðtæku njósnastarfsemi, sem leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur orðið uppvís að. „Það er ekki nóg að ég sem forseti hafi trú á þessum kerfum, heldur þarf almenningur í Bandaríkjunum að bera traust til þeirra líka.“ Hann tekur þó fram að engar sérstakar breytingar verði gerðar á heimildum leyniþjónustumanna til njósna, heldur nái breytingarnar einkum til eftirlits og gagnsæis. Ákvörðun Obama um að afboða leiðtogafund með Vladimír Pútín í næsta mánuði er talin bera merki þess að Obama sé ósáttur við að Rússar hafi veitt uppljóstraranum Edward Snowden tímabundið hæli. Það var hins vegar Snowden sem upplýsti heimsbyggðina um að bandarískir leyniþjónustumenn stunda víðtækt eftirlit með símtölum og netsamskiptum einstaklinga. Viðbrögð Obama í gær benda til þess að hann hafi áttað sig á því hve skaðlegar þessar njósnir eru ímynd Bandaríkjanna, jafnt heima fyrir sem erlendis. Obama boðar nú endurskoðun á þessu eftirliti, segir að forsendur þess verði gerðar opinberar og gegnsæi verði í hávegum haft. „Það er rétt að spyrja spurninga um eftirlit, ekki síst þar sem tæknin er að endurmóta allar hliðar lífs okkar,“ sagði Obama á blaðamannafundinum í gær. Aðspurður sagði hann þetta hins vegar engu breyta um afstöðu Bandaríkjanna gagnvart Snowden. Bandaríkin hafa viljað fá hann framseldan og sóttan til saka. „Nei, ég tel ekki að Snowden sé föðurlandsvinur,“ sagði Obama. Þótt Obama hafi afboðað leiðtogafund með Vladimír Pútín í næsta mánuði, hittust utanríkisráðherrar ríkjanna, þeir John Kerry og Sergei Lavrov, í Washington í gær. Hvorugur þeirra fór í grafgötur með að samskipti ríkjanna væru í ákveðinni lægð, en Lavrov sagði þó að menn þyrftu að haga sér eins og fullorðið fólk. Meðal þeirra sem hafa fagnað ákvörðun Bandaríkjaforseta eru rússneskir stjórnarandstæðingar. „Pútín þrífst og dafnar á þessum sameiginlegu framkomum til að sýna kumpánum sínum að hann standi jafnfætis á alþjóðasviðinu,“ er haft eftir Garrí Kasparov á vefsíðu vikuritsins Time.
Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Sjá meira