Spænskur barnaníðingur var úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag en maðurinn var nýlega náðaður af konungi Marokkó þrátt fyrir að hafa á sínum tíma verið dæmdur í þrjátíu ára fangelsi fyrir gróft barnaníð.
Maðurinn, Daniel Galvan Vina, var látinn laus fyrir viku ásamt 48 öðrum Spánverjum sem setið höfðu í fangelsum í Marokkó en konungur landsins Múhameð sjötti hafði náðað fangana að beiðni Spánarkonungs.
Þegar fréttist af náðun Vina hófust áköf mótmæli í höfuðborg Marókkó og í gær ákvað konungurinn að afturkalla náðunina.
Vina var því handtekinn á Spáni uns ákvörðun verður tekin um hvort senda eigi hann aftur til Marókkó.
Barnaníðingur í gæsluvarðhald
