Mörg þúsund gjafir í Jól í skókassa Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 6. nóvember 2013 09:33 Verkefnið hefur glatt mörg börnin í Úkraínu. myndir/Jól í skókassa „Síðasti dagurinn á höfuðborgarsvæðinu til þess að skila jólagjöfum fyrir verkefnið Jól í skókassa er á laugardaginn næstkomandi ,“ segir Salvar Geir Guðgeirsson, verkefnastjóri verkefnisins. Það er félagið KFUM sem stendur fyrir söfnuninni. Salvar segir að þegar hafi borist nokkur hundruð kassar. Hann segir að það komi þó alltaf mest inn af gjöfum síðustu dagana í söfnuninni og allra mesti komi síðasta daginn. Salvar segir að verkefnið, sem hófst árið 2004, hafi í rauninni undið upp á sig sjálft. Í byrjun hafi verið um deildarstarf innan KFUM að ræða og fyrsta árið hafi safnast 500 kassar. Ári síðar hafi KFUM borist 2500 kassar og síðan hafi þeim farið fjölgandi ár hvert. Hann segir að söfnuninni sé lokið víða úti á landi. Söfnuninni lauk til dæmis í Vestmannaeyjum á mánudag og á Grundarfirði og í Stykkisólmi í gær.Pakkarnir eru sendir til Úkraínu á svæði þar sem er mikil fátækt og mikið um atvinnuleysi. Pakkarnir fara til munaðarlausra barna en einnig til barna úr fátækum fjölskyldum. „Ástandið á þessu svæði er mjög erfitt, það er mikið af einstæðum fátækum mæðrum og mikið um áfengisdrykkju meðal karlmanna,“ segir Salvar. „Við erum með ákveðna flokka sem fólk getur valið um að gefa í. Við skiptum í aldur og kyn og erum með ákveðna hluti, til dæmis snyrtivörur og dót, sem ættu að fara í hvern pakka þannig að allir fái eitthvað af öllu,“ segir Salvar. Hann segir að á hverju ári fari Íslendingar út til þess að afhenda gjafirnar. Helsti tengiliðurinn sé þó úti en þau sendi fólk til aðstoðar yfir áramótin. „Við biðjum fólk um að skilja smá pening með, 500 til 1000 krónur, sem fer upp í sendingarkostnað.“ Salvar segir að Eimskip styrki verkefnið vel en þeirra þjónusta nái ekki alla leið. Það sé ekki skylda að skilja pening eftir með gjöfinni en aðal kostnaðurinn sé við sendingarnar. „Það kemur fyrir að það er peningur afgangs en við höfum þá nýtt hann í verkefnið. Við keyptum til dæmis nýjan gólfdúk fyrir munaðarleysingjahæli og þvottavélar fyrir geðsjúkrahús þar sem allt var þvegið í höndunum,“ segir Salvar. Jólafréttir Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
„Síðasti dagurinn á höfuðborgarsvæðinu til þess að skila jólagjöfum fyrir verkefnið Jól í skókassa er á laugardaginn næstkomandi ,“ segir Salvar Geir Guðgeirsson, verkefnastjóri verkefnisins. Það er félagið KFUM sem stendur fyrir söfnuninni. Salvar segir að þegar hafi borist nokkur hundruð kassar. Hann segir að það komi þó alltaf mest inn af gjöfum síðustu dagana í söfnuninni og allra mesti komi síðasta daginn. Salvar segir að verkefnið, sem hófst árið 2004, hafi í rauninni undið upp á sig sjálft. Í byrjun hafi verið um deildarstarf innan KFUM að ræða og fyrsta árið hafi safnast 500 kassar. Ári síðar hafi KFUM borist 2500 kassar og síðan hafi þeim farið fjölgandi ár hvert. Hann segir að söfnuninni sé lokið víða úti á landi. Söfnuninni lauk til dæmis í Vestmannaeyjum á mánudag og á Grundarfirði og í Stykkisólmi í gær.Pakkarnir eru sendir til Úkraínu á svæði þar sem er mikil fátækt og mikið um atvinnuleysi. Pakkarnir fara til munaðarlausra barna en einnig til barna úr fátækum fjölskyldum. „Ástandið á þessu svæði er mjög erfitt, það er mikið af einstæðum fátækum mæðrum og mikið um áfengisdrykkju meðal karlmanna,“ segir Salvar. „Við erum með ákveðna flokka sem fólk getur valið um að gefa í. Við skiptum í aldur og kyn og erum með ákveðna hluti, til dæmis snyrtivörur og dót, sem ættu að fara í hvern pakka þannig að allir fái eitthvað af öllu,“ segir Salvar. Hann segir að á hverju ári fari Íslendingar út til þess að afhenda gjafirnar. Helsti tengiliðurinn sé þó úti en þau sendi fólk til aðstoðar yfir áramótin. „Við biðjum fólk um að skilja smá pening með, 500 til 1000 krónur, sem fer upp í sendingarkostnað.“ Salvar segir að Eimskip styrki verkefnið vel en þeirra þjónusta nái ekki alla leið. Það sé ekki skylda að skilja pening eftir með gjöfinni en aðal kostnaðurinn sé við sendingarnar. „Það kemur fyrir að það er peningur afgangs en við höfum þá nýtt hann í verkefnið. Við keyptum til dæmis nýjan gólfdúk fyrir munaðarleysingjahæli og þvottavélar fyrir geðsjúkrahús þar sem allt var þvegið í höndunum,“ segir Salvar.
Jólafréttir Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira