Gríðarleg skemmdarverk unnin á sveitabæ Karen Kjartansdóttir skrifar 14. mars 2013 19:04 Gríðarleg skemmdarverk voru í nótt unnin á sveitabænum Sjávarhólum á Kjalarnesi auk þess sem skotið var á húsið. Lögreglan segir ítrekað hafa verið ráðist að bænum. Umsjónarkona hússins óttast að einnig hafi verið ráðist að hrossum sem þar voru í hagabeit. Búið var að aka dráttarvél inn í húsið, brjóta flestar rúður í húsinu, rífa hurðina af bílskúrnum, skjóta með haglabyssu á húsið, skemma tæki og eyðileggja innanstokksmuni sem suma mátti sjá í innkeyrslunni við húsið. Ekki er búið á bænum en Guðrún Sigurðardóttir hefur haft þar hross í hagabeit og lítur hún reglulega við til að sjá til þess að allt sé þar í lagi. Í gær hafi verið allt í lagi. „Við komum hingað í gær og þá var allt í topplagi, allt í röð og reglu. Ég er með fullan bíl af hreinlætisgræjum til að fara skúra, þvo ískápinn og setja í hann. En þegar við komum hingað klukkan eitt voru aðstæður svona.“Lögreglan segir ítrekað hafa verið ráðist að bænum.Áverkar á skepnum Guðrún og lögreglan segja að þótt langflest skemmdarverkanna hafi verið framin í nótt hafi ítrekað áður verið ráðist að bænum. Lögregla segir að þótt ekki sé vitað hver eða hverjir voru að verki sé talið að um sömu menn sé um að ræða. „Það er ítrekað búið að skemma hérna, síðast var ráðist inn í bílskúrinn og rúðurnar á bílunum öllum boraðar. Það var eldgamall Pontiac sem stóð í horninu og ekki sá á en hann var gjörsamlega rústaður. Og svo er búið að skjóta á húsið úr haglabyssu og skemma klæðninguna.“ Hrossin sem Guðrún hefur fengið að hafa í hagabeit á jörðinni á sumrin eru nú á húsi. Óttast hún að skemmdarvargarnir hafi ráðist á skepnurnar sem voru í haga á jörðinni, til dæmis hafi reiðhesturinn hennar skyndilega helst og undarlegir áverkar komið í ljós á hófi hans. „Við héldum fyrst að það hefði verið skotið á hann en sennilega hafa þeir borað í gegn.“Búið var að mölbrjóta flestar rúður í húsinu. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Gríðarleg skemmdarverk voru í nótt unnin á sveitabænum Sjávarhólum á Kjalarnesi auk þess sem skotið var á húsið. Lögreglan segir ítrekað hafa verið ráðist að bænum. Umsjónarkona hússins óttast að einnig hafi verið ráðist að hrossum sem þar voru í hagabeit. Búið var að aka dráttarvél inn í húsið, brjóta flestar rúður í húsinu, rífa hurðina af bílskúrnum, skjóta með haglabyssu á húsið, skemma tæki og eyðileggja innanstokksmuni sem suma mátti sjá í innkeyrslunni við húsið. Ekki er búið á bænum en Guðrún Sigurðardóttir hefur haft þar hross í hagabeit og lítur hún reglulega við til að sjá til þess að allt sé þar í lagi. Í gær hafi verið allt í lagi. „Við komum hingað í gær og þá var allt í topplagi, allt í röð og reglu. Ég er með fullan bíl af hreinlætisgræjum til að fara skúra, þvo ískápinn og setja í hann. En þegar við komum hingað klukkan eitt voru aðstæður svona.“Lögreglan segir ítrekað hafa verið ráðist að bænum.Áverkar á skepnum Guðrún og lögreglan segja að þótt langflest skemmdarverkanna hafi verið framin í nótt hafi ítrekað áður verið ráðist að bænum. Lögregla segir að þótt ekki sé vitað hver eða hverjir voru að verki sé talið að um sömu menn sé um að ræða. „Það er ítrekað búið að skemma hérna, síðast var ráðist inn í bílskúrinn og rúðurnar á bílunum öllum boraðar. Það var eldgamall Pontiac sem stóð í horninu og ekki sá á en hann var gjörsamlega rústaður. Og svo er búið að skjóta á húsið úr haglabyssu og skemma klæðninguna.“ Hrossin sem Guðrún hefur fengið að hafa í hagabeit á jörðinni á sumrin eru nú á húsi. Óttast hún að skemmdarvargarnir hafi ráðist á skepnurnar sem voru í haga á jörðinni, til dæmis hafi reiðhesturinn hennar skyndilega helst og undarlegir áverkar komið í ljós á hófi hans. „Við héldum fyrst að það hefði verið skotið á hann en sennilega hafa þeir borað í gegn.“Búið var að mölbrjóta flestar rúður í húsinu.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira