Erlent

Erdogan dregur úr yfirlýsingum

Þorgils Jónsson skrifar
Recep Erdogan.
Recep Erdogan.

Nokkru mýkri tóns er nú að gæta hjá Recep Erdogan, forsætisráherra Tyrklands, í garð mótmælenda sem hafa risið upp gegn meintu ofríki hans og alræðistilburðum. Erdogan, sem hafði áður úthrópað mótmælendur sem skríl, gekkst við því á blaðamannafundi í Túnis í gær, að hluti mótmælenda í Istanbúl hafi sannarlega haft umhyggju fyrir umhverfinu að leiðarljósi í aðgerðum sínum.

Hann sagði hins vegar að öfgahópar hefðu tekið þátt í mótmælunum og byggingaráformin sem mótmælin snerust um, yrðu til lykta leidd þrátt fyrir allt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×