Allir verða að virða ákvörðun Arons Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. júní 2013 16:30 Siglfirðingurinn Grétar Rafn Steinsson. „Einn af mínum uppáhaldshandboltamönnum, Róbert Júlían Duranona, var ekki fæddur hér á landi," segir knattspyrnukappinn Grétar Rafn Steinsson. Landsliðsmaðurinn var í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun. Var staða Arons Jóhannssonar meðal annars til umræðu en framherjinn getur sem kunnugt er valið á milli þess að spila með A-landsliði Íslands eða Bandaríkjanna. „Það eru menn úti um allan heim sem spila með landsliðum þjóða sem ömmur eða afar þeirra voru frá," segir Grétar Rafn. Nefnir hann til sögunnar landsliðsmenn þjóða í karabíska hafinu sem dæmi en Jamaíka „fann" skyndilega nokkra nýja landsliðsmenn fyrir undankeppni HM árið 1998. Aron Jóhannsson fagnar bikarmeistaratitli með AZ Alkmaar á dögunum.Nordicphotos/Getty „Það er sama með Tyrkina. Nú leita þeir úti um allan heim og reyna að finna menn sem eru gjaldgengir í landslið þeirra," segir Grétar Rafn. Menn verði að hafa í huga möguleika Arons í framtíðinni ákveði hann að velja bandaríska landsliðið. „Það er ekki tilrétt eða röng ákvörðun í þessu," segir Grétar Rafn. Hann segist þó sjálfur ekki hafa getað spilað fyrir neina aðra þjóð en Íslands. „Enda er ég svo mikill sveitastrákur. En ég er ekki fæddur í Bandaríkjunum," segir bakvörðurinn. Hann skilji vel að það heilli Aron að spila með landsliði Bandaríkjanna. Margrét Lára er einn þeirra leikmanna sem gefa treyju sína til verkefnisins. Grétar Rafn tilkynnti á dögunum að hann myndi leggja skóna á hilluna eftir næsta keppnistímabil. Hann stefnir á að búa erlendis og starfa í framtíðinni en þó ekki við þjálfun. „Ég held að það sé mannsskemmandi að vera þjálfari," sagði Grétar Rafn og undir þau orð tók Þorkell Máni Pétursson sem stýrði kvennaliði Stjörnunnar um tíma.Grétar Rafn stendur fyrir fjáröflunarverkefinu Sumarbúðir í Reykjadal þessa dagana. Allir fremstu atvinnumenn Íslands í knattspyrnu hafa gefið áritaðar treyjur sínar til verkefnisins. Hægt er að hringja í síma 901-7171 og þá renna 2.000 krónur óskiptar til sumarbúðanna. Þeir sem hringja komast í pott og geta unnið treyju íslensks atvinnumanns.Nánar um verkefnið hér. Fótbolti Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Getur varla gengið lengur Sport Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira
„Einn af mínum uppáhaldshandboltamönnum, Róbert Júlían Duranona, var ekki fæddur hér á landi," segir knattspyrnukappinn Grétar Rafn Steinsson. Landsliðsmaðurinn var í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun. Var staða Arons Jóhannssonar meðal annars til umræðu en framherjinn getur sem kunnugt er valið á milli þess að spila með A-landsliði Íslands eða Bandaríkjanna. „Það eru menn úti um allan heim sem spila með landsliðum þjóða sem ömmur eða afar þeirra voru frá," segir Grétar Rafn. Nefnir hann til sögunnar landsliðsmenn þjóða í karabíska hafinu sem dæmi en Jamaíka „fann" skyndilega nokkra nýja landsliðsmenn fyrir undankeppni HM árið 1998. Aron Jóhannsson fagnar bikarmeistaratitli með AZ Alkmaar á dögunum.Nordicphotos/Getty „Það er sama með Tyrkina. Nú leita þeir úti um allan heim og reyna að finna menn sem eru gjaldgengir í landslið þeirra," segir Grétar Rafn. Menn verði að hafa í huga möguleika Arons í framtíðinni ákveði hann að velja bandaríska landsliðið. „Það er ekki tilrétt eða röng ákvörðun í þessu," segir Grétar Rafn. Hann segist þó sjálfur ekki hafa getað spilað fyrir neina aðra þjóð en Íslands. „Enda er ég svo mikill sveitastrákur. En ég er ekki fæddur í Bandaríkjunum," segir bakvörðurinn. Hann skilji vel að það heilli Aron að spila með landsliði Bandaríkjanna. Margrét Lára er einn þeirra leikmanna sem gefa treyju sína til verkefnisins. Grétar Rafn tilkynnti á dögunum að hann myndi leggja skóna á hilluna eftir næsta keppnistímabil. Hann stefnir á að búa erlendis og starfa í framtíðinni en þó ekki við þjálfun. „Ég held að það sé mannsskemmandi að vera þjálfari," sagði Grétar Rafn og undir þau orð tók Þorkell Máni Pétursson sem stýrði kvennaliði Stjörnunnar um tíma.Grétar Rafn stendur fyrir fjáröflunarverkefinu Sumarbúðir í Reykjadal þessa dagana. Allir fremstu atvinnumenn Íslands í knattspyrnu hafa gefið áritaðar treyjur sínar til verkefnisins. Hægt er að hringja í síma 901-7171 og þá renna 2.000 krónur óskiptar til sumarbúðanna. Þeir sem hringja komast í pott og geta unnið treyju íslensks atvinnumanns.Nánar um verkefnið hér.
Fótbolti Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Getur varla gengið lengur Sport Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira