Erlent

37 látnir í rútuslysi á Ítalíu

Þorgils Jónsson skrifar
Rútan féll 30 metra fram af brúnni og hafnaði í gilinu neðan við. Á myndinni má sjá rútuna á slysstað og líkkistur fyrir þá látnu.
Rútan féll 30 metra fram af brúnni og hafnaði í gilinu neðan við. Á myndinni má sjá rútuna á slysstað og líkkistur fyrir þá látnu. Mynd/AP
Að minnsta kosti 37 létu lífið þegar rúta fór fram af brú í suðurhluta Ítalíu í gærkvöldi, en tala látinna gæti enn hækkað þar sem allt að 49 manns gætu hafa verið í rútunni.

Rútan ók í gegnum steypta hliðartálma á fjallavegi um 60 kílómetra frá Napólí, og féll um 30 metra niður af veginum ofan í skógi vaxið gil. Ekki er vitað hvað olli slysinu, en bílstjórinn er einn af þeim látnu. Fjölmiðlar í Ítalíu hafa þó eftir sjónarvottum að rútan hafi ekið á „eðlilegum hraða“ þar til að hún fór að rása á veginum og ók utan í aðra bíla. Einhverjir töldu sig hafa heyrt hvell sem benti til þess að hjólbarði hafi sprungið.

Farþegarnir komu frá litlum bæjum í nágrenni Napólí og voru að sögn fjölmiðla á heimleið úr stuttri ferð til heilsulindar í nágrenni við Avellino. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×