Mugabe sigurviss fyrir forsetakosningar Þorgils Jónsson skrifar 29. júlí 2013 13:32 Robert Mugabe og Morgan Tsvangirai berjast um sigur í forsetakosningum í Simbabve á miðvikudaginn. NordicPhotos/AFP Robert Mugabe, forseti Afríkuríkisins Simbabve, er fullviss um sigur í forsetakosningunum sem fram fara í landinu á miðvikudag. Mugabe hefur ráðið ríkjum í 33 ár og er 89 ára gamall. Hann á í höggi við Morgan Tsvangirai forsætisráherra, en þessir erkióvinir hafa farið saman með völdin síðustu fimm ár. Tsvangirai, sem var fyrir síðustu kosningar fremstur í flokki stjórnarandstæðinga, þykir standa höllum fæti, enda neytir Mugabe allra sinna pólitísku aflsmuna til að sigra. Meðal annars hafa fjölmiðlar velt sér upp úr hneykslismálum tengdum Tsvangirai, en margir fyrrum stuðningsmenn hafa einnig misst trú á honum eftir að hafa setið á valdastólum síðustu ár. Mörg erfið viðfangsefni bíða næstu stjórnar og forseta. Atvinnuleysi ungs fólks og menntunarmál ekki síst, en efnahagsmálin eru þó í forgrunni.Þar hafa þeir Mugabe og Tsvangirai gjörólíka sýn á málin þar sem hinn fyrrnefndi vill þjóðnýta á annað þúsund erlendra fyrirtækja í landinu, en hinn síðarnefndi vill auka erlenda fjárfestingu og bæta ímynd landsins á alþjóðavettvangi. Ofbeldi hefur ekki verið eins áberandi í þessum kosningum og áður hefur tíðkast, en háværar raddir hafa verið uppi um að Mugabe og flokkur hans hyggist tryggja sér sigur með öllum ráðum. Tsvangirai sakar Mugabe um kosningasvik og segir kjörstjórn ekki vandanum vaxna. Mugabe hefur bannað eftirlitsaðilum frá Vesturlöndum að fylgjast með framkvæmd kosninganna og sakar Breta og Bandaríkjamenn um að vera í makki með Tsvangirai, sem er föðurlandssvikari að hans mati. Báðir frambjóðendur hafa þó heitið því að virða niðurstöður kosninganna, en margir sérfræðingar í málefnum Simbabve telja möguleika á að herinn skerist í leikinn ef Mugabe tapar, enda eru helstu herforingjarnir nátengdir forsetanum og hafa margir efnast gríðarlega af þeim sökum. Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Robert Mugabe, forseti Afríkuríkisins Simbabve, er fullviss um sigur í forsetakosningunum sem fram fara í landinu á miðvikudag. Mugabe hefur ráðið ríkjum í 33 ár og er 89 ára gamall. Hann á í höggi við Morgan Tsvangirai forsætisráherra, en þessir erkióvinir hafa farið saman með völdin síðustu fimm ár. Tsvangirai, sem var fyrir síðustu kosningar fremstur í flokki stjórnarandstæðinga, þykir standa höllum fæti, enda neytir Mugabe allra sinna pólitísku aflsmuna til að sigra. Meðal annars hafa fjölmiðlar velt sér upp úr hneykslismálum tengdum Tsvangirai, en margir fyrrum stuðningsmenn hafa einnig misst trú á honum eftir að hafa setið á valdastólum síðustu ár. Mörg erfið viðfangsefni bíða næstu stjórnar og forseta. Atvinnuleysi ungs fólks og menntunarmál ekki síst, en efnahagsmálin eru þó í forgrunni.Þar hafa þeir Mugabe og Tsvangirai gjörólíka sýn á málin þar sem hinn fyrrnefndi vill þjóðnýta á annað þúsund erlendra fyrirtækja í landinu, en hinn síðarnefndi vill auka erlenda fjárfestingu og bæta ímynd landsins á alþjóðavettvangi. Ofbeldi hefur ekki verið eins áberandi í þessum kosningum og áður hefur tíðkast, en háværar raddir hafa verið uppi um að Mugabe og flokkur hans hyggist tryggja sér sigur með öllum ráðum. Tsvangirai sakar Mugabe um kosningasvik og segir kjörstjórn ekki vandanum vaxna. Mugabe hefur bannað eftirlitsaðilum frá Vesturlöndum að fylgjast með framkvæmd kosninganna og sakar Breta og Bandaríkjamenn um að vera í makki með Tsvangirai, sem er föðurlandssvikari að hans mati. Báðir frambjóðendur hafa þó heitið því að virða niðurstöður kosninganna, en margir sérfræðingar í málefnum Simbabve telja möguleika á að herinn skerist í leikinn ef Mugabe tapar, enda eru helstu herforingjarnir nátengdir forsetanum og hafa margir efnast gríðarlega af þeim sökum.
Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira