Erlent

Bachmann sækist ekki eftir endurkjöri

Birgir Þór Harðarson skrifar

Michelle Bachmann, þingmaður Minnesota-ríkis á Bandaríkjaþingi, ætlar ekki að sækjast eftir embætti á ný eftir að hennar fjórða kjörtímabili lýkur á næsta ári.

Bachmann tók þátt í forvali repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar á síðasta ári en hlaut ekki brautargengi. Þá hefur hún gerst talsmaður skattleysishugmynda innan Teboðshreyfingarinnar í Repúblikanaflokknum. Hún útilokar þó ekki að þátttöku í stjórnmálum í framtíðinni.

"Ég hef ákveðið að á næsta ári muni ég ekki sækjast eftir endurkjöri," sagði hin 57 ára gamla Bachmann í myndbandi sem birt var á vefsíðu hennar í gær. "Framtíðin er björt og takmarkalaus. Ástríða mín fyrir Bandaríkjunum verður enn til staðar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×