Sjötti þingmaðurinn gaf sig fram sjálfur Guðsteinn Bjarnason skrifar 30. september 2013 09:00 Nikolaos Michaloliakos í lögreglufylgd á laugardaginn. Mynd/AP Sjötti þingmaðurinn úr flokki grískra nýnasista, Gullinni dögun, gaf sig fram við lögreglu í gær. Hann mætti sjálfur á aðallögreglustöðina í Aþenu og hafði tekið leigubíl. Þetta var Christos Pappas, varaformaður flokksins. „Við munum snúa aftur. Lengi lifi Gullin dögun,“ sagði hann áður en honum var fylgt inn á lögreglustöðina. Formaðurinn Nikolaos Michaloliakos var handtekinn á laugardag ásamt fjórum öðrum þingmönnum. Þeir eru Ilias Kasidiaris, talsmaður flokksins, og Ilias Panajiotaros, Nicos Michos og Joannis Lagos. Þeir eru allir sakaðir um aðild að glæpasamtökum, en sumir eru einnig sakaðir um líkamsárásir og peningaþvætti. Alls situr því þriðjungur þingmanna flokksins í varðhaldi, en flokkurinn náði 18 mönnum inn á þing í kosningunum á síðasta ári. Að auki hefur á annan tug starfsmanna flokksins verið handtekinn. Í kjölfar kreppunnar í Grikklandi jókst fylgi flokksins töluvert, en hann hefur barist fyrir því að innflytjendur og hælisleitendur verði reknir úr landi. Grikkland eigi að vera fyrir Grikki eina. Flokksmenn hafa fylgt þessu stefnumáli sínu eftir af mikilli hörku, margir farið um götur með hótunum og ofbeldi og aðfarirnar minnt ískyggilega mikið á þýska nasista á fyrri hluta síðustu aldar. Upp úr sauð fyrir fáeinum vikum þegar rapparinn Pavlos Fyssas var myrtur og maður tengdur Gullinni dögun játaði á sig morðið. Fyssas hafði gagnrýnt flokkinn opinskátt í textum sínum. Frumvarp verður lagt fram á gríska þinginu í dag, þar sem lagt er til að Gullin dögun missi fjárstuðning úr ríkissjóði. Mennirnir verða svo leiddir fyrir dómara á morgun eða miðvikudag, þar sem þeir fá tækifæri til að bregðast við ákærum. Haralambos Vourliotis, varasaksóknari Hæstaréttar Grikklands, sendi frá sér níu blaðsíðna skýrslu að lokinni rannsókn á 33 ofbeldisbrotum, sem tengd hafa verið flokknum. Í skýrslunni segir hann að Gullin dögun sé rekin eins og glæpasamtök. Meðal brota sem nefnd eru í skýrslunni eru tíu morð og morðtilraunir ásamt fjárkúgun og peningaþvætti. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1974 sem þingmenn eru handteknir á Grikklandi, en þá var grísku herforingjastjórninni steypt af stóli eftir að hafa stjórnað landinu í sjö ár. Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Sjá meira
Sjötti þingmaðurinn úr flokki grískra nýnasista, Gullinni dögun, gaf sig fram við lögreglu í gær. Hann mætti sjálfur á aðallögreglustöðina í Aþenu og hafði tekið leigubíl. Þetta var Christos Pappas, varaformaður flokksins. „Við munum snúa aftur. Lengi lifi Gullin dögun,“ sagði hann áður en honum var fylgt inn á lögreglustöðina. Formaðurinn Nikolaos Michaloliakos var handtekinn á laugardag ásamt fjórum öðrum þingmönnum. Þeir eru Ilias Kasidiaris, talsmaður flokksins, og Ilias Panajiotaros, Nicos Michos og Joannis Lagos. Þeir eru allir sakaðir um aðild að glæpasamtökum, en sumir eru einnig sakaðir um líkamsárásir og peningaþvætti. Alls situr því þriðjungur þingmanna flokksins í varðhaldi, en flokkurinn náði 18 mönnum inn á þing í kosningunum á síðasta ári. Að auki hefur á annan tug starfsmanna flokksins verið handtekinn. Í kjölfar kreppunnar í Grikklandi jókst fylgi flokksins töluvert, en hann hefur barist fyrir því að innflytjendur og hælisleitendur verði reknir úr landi. Grikkland eigi að vera fyrir Grikki eina. Flokksmenn hafa fylgt þessu stefnumáli sínu eftir af mikilli hörku, margir farið um götur með hótunum og ofbeldi og aðfarirnar minnt ískyggilega mikið á þýska nasista á fyrri hluta síðustu aldar. Upp úr sauð fyrir fáeinum vikum þegar rapparinn Pavlos Fyssas var myrtur og maður tengdur Gullinni dögun játaði á sig morðið. Fyssas hafði gagnrýnt flokkinn opinskátt í textum sínum. Frumvarp verður lagt fram á gríska þinginu í dag, þar sem lagt er til að Gullin dögun missi fjárstuðning úr ríkissjóði. Mennirnir verða svo leiddir fyrir dómara á morgun eða miðvikudag, þar sem þeir fá tækifæri til að bregðast við ákærum. Haralambos Vourliotis, varasaksóknari Hæstaréttar Grikklands, sendi frá sér níu blaðsíðna skýrslu að lokinni rannsókn á 33 ofbeldisbrotum, sem tengd hafa verið flokknum. Í skýrslunni segir hann að Gullin dögun sé rekin eins og glæpasamtök. Meðal brota sem nefnd eru í skýrslunni eru tíu morð og morðtilraunir ásamt fjárkúgun og peningaþvætti. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1974 sem þingmenn eru handteknir á Grikklandi, en þá var grísku herforingjastjórninni steypt af stóli eftir að hafa stjórnað landinu í sjö ár.
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Sjá meira