Hallgrímur Jónasson og félagar í SönderjyskE máttu sætta sig við fyrsta tapið á tímabilinu þegar liðið heimsótti Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Midtjylland vann leikinn 2-1 og er áfram með fullt hús á toppnum.
Morten Rasmussen skoraði sigurmarkið fyrir Midtjylland tveimur mínútum fyrir leikslok en SönderjyskE var yfir þar til á 81. mínútu leiksins. Nicolaj Madsen kom SönderjyskE í 1-0 á 55. mínútu en Sylvester Igboun jafnaði metin á 81. mínútu.
Hallgrímur Jónasson fékk að líta gula spjaldið mínútu eftir að Morten Rasmussen skoraði sigurmarkið í leiknum.
SönderjyskE náði í fjögur stig í fyrstu tveimur umferðunum og var í þriðja sætinu fyrir leikinn. Midtjylland hefur aftur á móti unnið þrjá fyrstu leiki sína á tímabilinu.
Hallgrímur og félagar misstu af stigunum í lokin
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik
Enski boltinn

„Ég hélt að við værum komin lengra“
Enski boltinn


„Betra er seint en aldrei“
Enski boltinn



Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs
Enski boltinn



Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast
Enski boltinn