Neðri deild úrúgvæska þingsins samþykkti í vikunni lög sem gera það að verkum að viðskipti með kannabisefni verða lögleg þar í landi.
Lögin taka ekki gildi strax og bíða nú samþykkis öldungadeildarinnar. Ráðgert er að lögin verði samþykkt þar og taki svo gildi á næstu vikum.
Hugmyndin um lögleiðingu hefur fengið byr undir báða vængi í Suður-Ameríku vegna stríðsástands sem hefur ríkt á milli lögreglu og fíkniefnagengja.
Andstæðingar lögleiðingar telja lögin munu hafa í för með sér aukna fíkniefnaneyslu.
Úrúgvæjar sjá fram á lögleiðingu kannabisefna
Jóhannes Stefánsson skrifar
