Fótbolti

Anelka æfir með PSG

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Nicolas Anelka æfir með franska liðinu PSG þessa dagana til að halda sér í formi. Hann er þó enn samningsbundinn Shanghai Shenhua.

Anelka fór til Kína fyrir ári síðan en hefur ekki náð sér almennilega á strik. Hann á nú í viðræðum um að rifta samningi sínum við félagið.

Hann hefur áhuga á að koma sér aftur í evrópska boltann og munu bææði QPR og West Ham hafa áhuga á kappanum.

„Anelka bað um að fá að æfa með okkur og við erum reiðubúnir að hjálpa honum gerist þess þörf," sagði Leonardo, yfirmaður íþróttamála hjá PSG.

Anelka hóf atvinnumannaferil sinn hjá PSG en fór svo til Arsenal árið 2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×