Fótbolti

Beckham að velja úr tólf tilboðum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Óvíst hvað tekur við hjá David Beckham en þessi 37 ára kappi hefur þó úr fjölmörgum atvinnutilboðum að velja.

Beckham hefur síðustu ár búið í Bandaríkjunum þar sem hann hefur spilað með LA Galaxy. Nú segir hann að fjölskyldan muni búa í Lundúnum, hvar svo sem hann muni spila.

Samkvæmt fjölmiðlum ytra mun Beckham ákveða sig í næstu viku og mun fram að því funda með þeim félögum sem hann hefur áhuga á að ræða við. Einnig er fullyrt að tólf félög víðs vegar um heiminn hafi gert honum tilboð.

Bæði West Ham og QPR hafa sýnt Beckham áhuga en þó er talið ólíklegt að hann muni snúa aftur í ensku úrvalsdeildina. En PSG hefur lengi haft áhuga og þá var hann þrálátlega orðaður við áströlsku úrvalsdeildina í haust.

En samkvæmt fréttum ytra er ljóst að Beckham getur valið sér að spila í hvaða heimshluta sem er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×