Erlent

Buðu pólfaranum í mat í Síle

Vilborg ásamt áhöfninni á Poseidon Þorsteinn Skjóldal, Guðmundur Sigurbergsson, Arnar Már Sigurðsson, Róbert Stefán Róbertsson, Ómar Orri Daníelsson, Jónas Rafn Jónsson, Vilborg Anna Gissurardóttir, Karl Þór Baldvinsson og Þórhallur Óskarsson. MYND/Guðmundur Guðmundsson
Vilborg ásamt áhöfninni á Poseidon Þorsteinn Skjóldal, Guðmundur Sigurbergsson, Arnar Már Sigurðsson, Róbert Stefán Róbertsson, Ómar Orri Daníelsson, Jónas Rafn Jónsson, Vilborg Anna Gissurardóttir, Karl Þór Baldvinsson og Þórhallur Óskarsson. MYND/Guðmundur Guðmundsson
Þegar Suðurskautsfarinn Vilborg Anna Gissurardóttir kom á miðvikudagskvöld til Punta Arenas, syðst í Síle, hitti hún þar fyrir áhöfnina á íslenska rannsóknarskipinu Poseidon.

Áhöfnin sýndi henni skipið og svo snæddu þau saman, en áhöfnin safnaði 65 þúsund krónum sem rann í styrktarsöfnun handa kvennadeild Landspítalans. Þá hefur áhöfnin skorað á útgerðina að leggja fram upphæð á móti.

„Annars var kvöldið frábært í alla staði og dásamlegt að hitta Vilborgu og skemmtum við okkur konunglega með henni," segir Ómar Orri Daníelsson, einn úr áhöfninni, á Facebook-síðu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×