Erlent

Norður-Kóreumenn munu sprengja kjarnorkusprengju

MYND/AP
Fjölmiðlar í Norður-Kóreu greindu frá því í morgun að stjórnvöld þar í landi hyggðust sprengja kjarnorkusprengju.

Yfirlýsingin barst frá varnarmálaráðuneyti Norður-Kóreu. Þar segir að tilraunir með kjarnavopn og langdrægar eldflaugar verði stefnt til höfuðs Bandaríkjamönnum.

Þá fordæma stjórnvöld hertar refsiaðgerðir gegn landinu sem samþykktar voru í Öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna í gær. Ályktunin var svar við tilraunum Norður-kóreumanna með langdrægar eldflaugar í síðasta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×