Erlent

Destiny's Child spila í hálfleik á Super Bowl

Góðar saman!
Góðar saman!
Nú er það komið á hreint hvaða listamenn skemmta í hálfleik á Super Bowl sem fer fram á sunnudagskvöldið 3. febrúar. Hálfleiks-skemmtunin er ein sú stærsta í heimi og margir sem vaka fram eftir einungis til að sjá sýninguna.

Bandaríska blaðið Us Weekly greinir frá því á vef sínum í kvöld að stjórstjarnan Beyonce Knowles muni koma fram. Á síðunni segir að söngkonan muni syngja lagið sitt Crazy in Love og í miðju lagi muni þær Kelly Rowland og Michelle Williams á svið, en þær þrjár skipuðu hljómsveitina Destiny's Child, sem naut gríðarlegra vinsælda í byrjun aldarinnar. Blaðið hefur eftir heimildum að þær muni taka lögin "Bills, Bills, Bills" , "Survivor" og "Nuclear".

Þetta verður því í fyrsta skiptið í mörg ár sem hljómsveitin kemur aftur saman. Mikil gleði þar á bæ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×