Adolf Ingi meðal þeirra sem sagt er upp Jakob Bjarnar skrifar 27. nóvember 2013 10:09 Víst er að margir eiga eftir að sakna Adolfs Inga af skjánum. Ríkisútvarpið hefur boðað til mikilla uppsagna og eru starfsmenn boðaðir einn og einn í senn uppá 5. hæð til að taka á móti uppsagnarbréfi sínu. Alls á að segja upp 60 starfsmönnum og á það við um allar deildir þó talað sé um að Rás 1 verði illa fyrir barðinu á niðurskurðarhnífnum. Samkvæmt heimildum Vísis er þrúgandi andrúmsloft meðal starfsmanna Ríkisútvarpsins við Efstaleiti en boðaður hefur verið mikill niðurskurður sem meðal annars mun þýða að um 60 starfsmönnum verður sagt upp. Uppsagnirnar fara þannig fram að starfsmenn eru kallaðir upp á 5. hæð, þar sem Páll Magnússon útvarpsstjóri og yfirstjórnin situr, og afhent uppsagnarbréf. Meðal þeirra sem sagt er upp núna eru Adolf Ingi Erlingsson íþróttafréttamaður en hann hefur starfað hjá stofnuninni í 22 ár. Ekki þarf að efa að margir munu sakna Adolfs Inga af skjánum en mikla athygli vakti nýverið þegar hann tók viðtal við landsliðsþjálfarann Lars Lagerbäck á móðurmáli þjálfarans, sænsku. Fréttatímum verður fækkað og þeir styttir og herma heimildir Vísis að það hafi það í för með sér meðal annars að Kristófer Svavarsson, sem flutt hefur landsmönnum fréttir að næturlagi í útvarpinu, sé meðal þeirra sem sagt er upp. Uppsagnirnar eru sagðar meiri nú en farið var í árið 2009 og þóttu þær aðgerðir sársaukafullar. Arndís Björk Ásgeirsdóttir en hún hefur annast útsendingar Sinfóníuhljómsveitarinnar er meðal þeirra sem hefur verið sagt upp. Þá eru þeir Dagur Gunnarsson, dagskrárgerðarmaður á Rás 1 og Ásgeir Eyþórsson, sem starfar á Rás 2 við þáttagerð, meðal þeirra sem eru komnir með uppsagnarbréf. Vísir reyndi að ná tali af Páli Magnússyni í gær, vegna ástandsins, en þá var blaðamanni tjáð, af ritara hans, að Páll myndi ekki tjá sig við aðra fjölmiðla fyrr en á föstudag. Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Ríkisútvarpið hefur boðað til mikilla uppsagna og eru starfsmenn boðaðir einn og einn í senn uppá 5. hæð til að taka á móti uppsagnarbréfi sínu. Alls á að segja upp 60 starfsmönnum og á það við um allar deildir þó talað sé um að Rás 1 verði illa fyrir barðinu á niðurskurðarhnífnum. Samkvæmt heimildum Vísis er þrúgandi andrúmsloft meðal starfsmanna Ríkisútvarpsins við Efstaleiti en boðaður hefur verið mikill niðurskurður sem meðal annars mun þýða að um 60 starfsmönnum verður sagt upp. Uppsagnirnar fara þannig fram að starfsmenn eru kallaðir upp á 5. hæð, þar sem Páll Magnússon útvarpsstjóri og yfirstjórnin situr, og afhent uppsagnarbréf. Meðal þeirra sem sagt er upp núna eru Adolf Ingi Erlingsson íþróttafréttamaður en hann hefur starfað hjá stofnuninni í 22 ár. Ekki þarf að efa að margir munu sakna Adolfs Inga af skjánum en mikla athygli vakti nýverið þegar hann tók viðtal við landsliðsþjálfarann Lars Lagerbäck á móðurmáli þjálfarans, sænsku. Fréttatímum verður fækkað og þeir styttir og herma heimildir Vísis að það hafi það í för með sér meðal annars að Kristófer Svavarsson, sem flutt hefur landsmönnum fréttir að næturlagi í útvarpinu, sé meðal þeirra sem sagt er upp. Uppsagnirnar eru sagðar meiri nú en farið var í árið 2009 og þóttu þær aðgerðir sársaukafullar. Arndís Björk Ásgeirsdóttir en hún hefur annast útsendingar Sinfóníuhljómsveitarinnar er meðal þeirra sem hefur verið sagt upp. Þá eru þeir Dagur Gunnarsson, dagskrárgerðarmaður á Rás 1 og Ásgeir Eyþórsson, sem starfar á Rás 2 við þáttagerð, meðal þeirra sem eru komnir með uppsagnarbréf. Vísir reyndi að ná tali af Páli Magnússyni í gær, vegna ástandsins, en þá var blaðamanni tjáð, af ritara hans, að Páll myndi ekki tjá sig við aðra fjölmiðla fyrr en á föstudag.
Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira