Starfsmönnum fækkað um 60 hjá RÚV - 39 sagt upp í dag 27. nóvember 2013 08:48 Ríkisútvarpið ætlar að skera niður um fimmhundruð milljónir króna og fækka starfsmönnum um sextíu. Þrjátíu og níu uppsagnir koma nú þegar til framkvæmda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni. Þar segir að Ríkisútvarpið standi nú „frammi fyrir verulegum niðurskurði í rekstri, sem leiðir af ákvörðunum stjórnvalda allt frá hruni.“ Enn fremur segir að fjárlagafrumvarpið feli í sér tæplega 300 milljóna króna raunlækkun á tekjum Ríkisútvarpsins samanborið við síðasta ár - „en 400 milljóna króna skerðingu sé miðað við það sem gert er ráð fyrir í gildandi lögum og rekstraráætlanir félagsins byggjast á.“Auglýsingatekjur RÚV lækka um hundrað milljónir Þá benda forsvarsmenn RÚV á að áætlaðar auglýsingatekjur hafi lækkað svo nemur meira en 100 milljónum króna milli ára „vegna samdráttar á markaði.“ Einnig segir að í fjárlagafrumvarpinu komi fram að þegar að því komi að útvarpsgjaldið renni óskert til RÚV, sem á gerast frá og með árinu 2016, verði búið að lækka það um 500 milljónir króna. „Þannig má segja að áhrif hrunsins verði lögfest inni í rekstri Ríkisútvarpsins til frambúðar - og stjórnvöld hafi ákveðið að lækka þjónustutekjur félagsins til fyrirsjáanlegrar framtíðar um tæpan milljarð króna, eða um rúmlega 20% að raunvirði frá árinu 2009.“ „Til viðbótar þessu kemur svo til framkvæmda um næstu áramót lögþvinguð lækkun á tekjum af kostun og auglýsingum, sem nemur um 400 milljónum króna.“ segir ennfremur. Þetta þýðir samandregið, að árlegan rekstrarkostnað RÚV þarf að draga saman um 500 milljónir, „komi ekki til enn frekari skerðingar á tekjum RÚV við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins, sem þá bætist við þessa upphæð.“Fækkað um 60 - 39 reknir nú þegar Ein af afleiðingum þessa samdráttar eru uppsagnir hjá stofnuninni og er gert ráð fyrir að þeim fækki um 60, og „þar af verða beinar uppsagnir 39 sem koma til framkvæmda nú þegar,“ segir í tilkynningunni. Páll Magnússon útvarpsstjóri segir einnig óhjákvæmilegt að niðurskurðurinn hafi áhrif á dagskrána. „Hann mun bæði sjást og heyrast. Nokkrir dagskrárliðir í útvarpi og sjónvarpi munu hverfa, öðrum fækkar og enn aðrir breytast og þynnast. Fréttatímar munu styttast og þeim mun fækka“, segir Páll. Hann bendir á að það láti nærri að þjónustutekjur Ríkisútvarpsins hafi dregist saman um rúmlega 20% að raungildi á fimm ára tímabili. „Okkur hefur hingað til tekist að verja dagskrána sjálfa furðu vel fyrir þessum samdrætti, - annars vegar með mikilli lækkun á öðrum rekstrarkostnaði og hins vegar með nokkurri aukningu á kostunar- og auglýsingatekjum. Nú verður ekki lengra gengið í lækkun á öðrum kostnaði og sömuleiðis tekur við lögþvinguð lækkun á kostunar- og auglýsingatekjum RÚV um næstu áramót – ofan á almennan samdrátt á þeim markaði.“„Dagskrárgæðin rýrna óhjákvæmilega“ Páll segir því ekki aðrar leiðir færar til að mæta þessum aðgerðum stjórnvalda en að fækka starfsfólki og draga saman í dagskrá. „Við munum auðvitað halda áfram að leggja okkur öll fram um að veita eigendum Ríkisútvarpsins – fólkinu í landinu – eins góða þjónustu og frekast er unnt, miðað við þá skertu fjármuni sem eru til ráðstöfunar.“ Útvarpsstjóri segir að ekki sé um flatan niðurskurð á allri dagskrárstarfsemi að ræða heldur er forgangsraðað í samræmi við lögbundnar skyldur og stefnumörkun Ríkisútvarpsins. „Grunnþjónustan verður áfram til staðar en dagskrárgæðin rýrna óhjákvæmilega“. Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Ríkisútvarpið ætlar að skera niður um fimmhundruð milljónir króna og fækka starfsmönnum um sextíu. Þrjátíu og níu uppsagnir koma nú þegar til framkvæmda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni. Þar segir að Ríkisútvarpið standi nú „frammi fyrir verulegum niðurskurði í rekstri, sem leiðir af ákvörðunum stjórnvalda allt frá hruni.“ Enn fremur segir að fjárlagafrumvarpið feli í sér tæplega 300 milljóna króna raunlækkun á tekjum Ríkisútvarpsins samanborið við síðasta ár - „en 400 milljóna króna skerðingu sé miðað við það sem gert er ráð fyrir í gildandi lögum og rekstraráætlanir félagsins byggjast á.“Auglýsingatekjur RÚV lækka um hundrað milljónir Þá benda forsvarsmenn RÚV á að áætlaðar auglýsingatekjur hafi lækkað svo nemur meira en 100 milljónum króna milli ára „vegna samdráttar á markaði.“ Einnig segir að í fjárlagafrumvarpinu komi fram að þegar að því komi að útvarpsgjaldið renni óskert til RÚV, sem á gerast frá og með árinu 2016, verði búið að lækka það um 500 milljónir króna. „Þannig má segja að áhrif hrunsins verði lögfest inni í rekstri Ríkisútvarpsins til frambúðar - og stjórnvöld hafi ákveðið að lækka þjónustutekjur félagsins til fyrirsjáanlegrar framtíðar um tæpan milljarð króna, eða um rúmlega 20% að raunvirði frá árinu 2009.“ „Til viðbótar þessu kemur svo til framkvæmda um næstu áramót lögþvinguð lækkun á tekjum af kostun og auglýsingum, sem nemur um 400 milljónum króna.“ segir ennfremur. Þetta þýðir samandregið, að árlegan rekstrarkostnað RÚV þarf að draga saman um 500 milljónir, „komi ekki til enn frekari skerðingar á tekjum RÚV við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins, sem þá bætist við þessa upphæð.“Fækkað um 60 - 39 reknir nú þegar Ein af afleiðingum þessa samdráttar eru uppsagnir hjá stofnuninni og er gert ráð fyrir að þeim fækki um 60, og „þar af verða beinar uppsagnir 39 sem koma til framkvæmda nú þegar,“ segir í tilkynningunni. Páll Magnússon útvarpsstjóri segir einnig óhjákvæmilegt að niðurskurðurinn hafi áhrif á dagskrána. „Hann mun bæði sjást og heyrast. Nokkrir dagskrárliðir í útvarpi og sjónvarpi munu hverfa, öðrum fækkar og enn aðrir breytast og þynnast. Fréttatímar munu styttast og þeim mun fækka“, segir Páll. Hann bendir á að það láti nærri að þjónustutekjur Ríkisútvarpsins hafi dregist saman um rúmlega 20% að raungildi á fimm ára tímabili. „Okkur hefur hingað til tekist að verja dagskrána sjálfa furðu vel fyrir þessum samdrætti, - annars vegar með mikilli lækkun á öðrum rekstrarkostnaði og hins vegar með nokkurri aukningu á kostunar- og auglýsingatekjum. Nú verður ekki lengra gengið í lækkun á öðrum kostnaði og sömuleiðis tekur við lögþvinguð lækkun á kostunar- og auglýsingatekjum RÚV um næstu áramót – ofan á almennan samdrátt á þeim markaði.“„Dagskrárgæðin rýrna óhjákvæmilega“ Páll segir því ekki aðrar leiðir færar til að mæta þessum aðgerðum stjórnvalda en að fækka starfsfólki og draga saman í dagskrá. „Við munum auðvitað halda áfram að leggja okkur öll fram um að veita eigendum Ríkisútvarpsins – fólkinu í landinu – eins góða þjónustu og frekast er unnt, miðað við þá skertu fjármuni sem eru til ráðstöfunar.“ Útvarpsstjóri segir að ekki sé um flatan niðurskurð á allri dagskrárstarfsemi að ræða heldur er forgangsraðað í samræmi við lögbundnar skyldur og stefnumörkun Ríkisútvarpsins. „Grunnþjónustan verður áfram til staðar en dagskrárgæðin rýrna óhjákvæmilega“.
Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira