Mistök, slæleg vinnubrögð og fölsun 23. febrúar 2013 10:13 Hlédís og Sveindís Hlédís Sveinsdóttir segist ekki hafa viljað fara í stríð við kerfið eða vinna mál. Hún hafi vonað að mál sitt yrði til vakningar og leiða til góðs. Þetta kemur fram í pistli sem hún ritaði á Facebook-síðu sína í nótt. Hlédís ól dóttur sína Sveindísi Helgu í janúar 2011 á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi. Nokkrum klukkustundum fyrir fæðingu kom í ljós að ekki var allt með felldu og tuttugu mínútum fyrir fæðingu hægðist mikið á hjartslætti hinnar nýfæddu stúlku. Við fæðingu var hún svo hvít og líflaus. Þegar barnið fékk krampa nokkrum klukkustundum síðar mat læknir það svo að flytja ætti hana beint á vökudeild. Það var hálfum sólarhring eftir fæðinguna. Hlédís telur að það hafi verið gert allt of seint enda hefðu þær mæðgur átt að fara á vökudeild strax að fæðingu lokinni. „Eftir á að hyggja finnst mér alveg hræðilegt að ég hafi verið með hana í fanginu á meðan að heilinn var að steikjast. Það hefði verið hægt að flytja hana í bæinn og kæla hana,“ sagði Hlédís í viðtali við Kastljós á dögunum. Skýrsla lækna frá fæðingu var í miklu ósamræmi við myndband af fæðingunni sem Hlédís kom sjálf í hendur landlæknis. Í pistlinum sem Hlédís ritar í nótt segist hún hafa vitað að dóttir sín ætti rétt á skaðabótum fyrir hálfu ári. Hún hafi hins vegar legið á upplýsingum sem hún hafi talið varða alla Íslendinga. „Ef Landlæknir hefði einungis byggt mat sitt á þeim gögnum sem komu frá Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) þegar þau tilkynntu um alvarlegt atvik þá hefði hann EKKI getað metið það svo að um vanrækslu og gáleysi hafi verið að ræða. Öll þau meginatriði sem Landlæknir tekur tillit til þegar hann metur gáleysi og vanrækslu eru ranglega færð inní gögn frá HVE. Það er myndbandsupptöku að þakka (sem ég fór sjálf með til Landlæknis) að svo er, á henni byggir Landlæknir núverandi mat sitt. Þannig hefðu þeir sem komu að þessu máli fyrir HVE ekki einungis valdið dóttir minni skaða í fæðingunni heldur einnig tekið af henni bótarétt með því að fylla ekki skýrslur og gögn sómasamlega út! Það er ekki hægt að þræta fyrir þessar rangfærslur, en opinber rannsókn mun vonandi komast að niðurstöðu hvernig þær eru tilkomnar. Fyrir mér horfir það svona við a) mistök b) slægleg vinnubrögð c) fölsun. Þegar horft er í rangfærslurnar sker það mann óneitanlega í augun að allar virðast þær fegra umrætt atvik og/eða fría einstaka starfsmenn eða stofnunina í heild. Tilviljun?" Hlédís segist þakklát öllu því góða fólki sem starfi innan heilbrigðisgeirans. Hún spyr þó hvað hægt sé að gera til að laga vinnubrögð eftir slys líkt og það sem dóttir hennar varð fyrir. „ Ég er viss um að starfsfólkið sem kom að mínu máli er ekki vont fólk. En af hverju er þá brugðist svona við? Finnst þeim eins og þau hafi ekki rými til að viðurkenna mannleg mistök? Er samfélagið með of miklar kröfur á hendur heilbrigðisstarfsmönnum? Áttuðu þau sig ekki á því hvaða afleiðingar þessar rangfærslur gætu haft fyrir dóttir mína? Þarf að innleiða þetta í nám heilbrigðisstarfsfólks þ.e.a.s. viðbrögð við mistökum? Af hverju tekur Landlæknir ekki á svona miklum rangfærslum? Við lifum í mun upplýstara samfélagi nú en áður, við vitum að mistök eiga sér stað inn á heilbrigðisstofnunum og verða oft alvarleg vegna þess að líf og limir fólks er að veði. Ég hef fullan skilning á mannlega mistaka þættinum - það eru viðbrögðin sem ég skil ekki!!" Hlédís segist helst vilja opna og málefnalega umræðu um mál sem þessi. Hún vilji heyra frá forsvarsmönnum heilbrigðisstofnana, ráðherra sem leysir velferðarráðherra af, heilbrigðisstarfsmönnum og öllum sem treysti sér til að ræða mál sem þessi af yfirvegun. „Hvað getum við gert til að tryggja að ef fólk verður fyrir skaða vegna mannlegra mistaka heilbrigðisstarfsmanna geti það treyst því að sjúkraskýrslur og frásagnir séu án alls efa sannar og réttar?" Tengdar fréttir Landlæknir telur ekki ástæðu til þess að kæra mistök til lögreglu Geir Gunnlaugsson landlæknir hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar Kastljóss um atburði í tengslum við fæðingu barns Hlédísar Sveinsdóttur á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi. Í yfirlýsingunni segir landlæknir að málið hafi verið rannsakað ítarlega og að það hafi leitt til faglegrar niðurstöðu sem birtist í álitsgerð embættisins í júní árið 2012. 20. febrúar 2013 12:14 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Fleiri fréttir Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Sjá meira
Hlédís Sveinsdóttir segist ekki hafa viljað fara í stríð við kerfið eða vinna mál. Hún hafi vonað að mál sitt yrði til vakningar og leiða til góðs. Þetta kemur fram í pistli sem hún ritaði á Facebook-síðu sína í nótt. Hlédís ól dóttur sína Sveindísi Helgu í janúar 2011 á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi. Nokkrum klukkustundum fyrir fæðingu kom í ljós að ekki var allt með felldu og tuttugu mínútum fyrir fæðingu hægðist mikið á hjartslætti hinnar nýfæddu stúlku. Við fæðingu var hún svo hvít og líflaus. Þegar barnið fékk krampa nokkrum klukkustundum síðar mat læknir það svo að flytja ætti hana beint á vökudeild. Það var hálfum sólarhring eftir fæðinguna. Hlédís telur að það hafi verið gert allt of seint enda hefðu þær mæðgur átt að fara á vökudeild strax að fæðingu lokinni. „Eftir á að hyggja finnst mér alveg hræðilegt að ég hafi verið með hana í fanginu á meðan að heilinn var að steikjast. Það hefði verið hægt að flytja hana í bæinn og kæla hana,“ sagði Hlédís í viðtali við Kastljós á dögunum. Skýrsla lækna frá fæðingu var í miklu ósamræmi við myndband af fæðingunni sem Hlédís kom sjálf í hendur landlæknis. Í pistlinum sem Hlédís ritar í nótt segist hún hafa vitað að dóttir sín ætti rétt á skaðabótum fyrir hálfu ári. Hún hafi hins vegar legið á upplýsingum sem hún hafi talið varða alla Íslendinga. „Ef Landlæknir hefði einungis byggt mat sitt á þeim gögnum sem komu frá Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) þegar þau tilkynntu um alvarlegt atvik þá hefði hann EKKI getað metið það svo að um vanrækslu og gáleysi hafi verið að ræða. Öll þau meginatriði sem Landlæknir tekur tillit til þegar hann metur gáleysi og vanrækslu eru ranglega færð inní gögn frá HVE. Það er myndbandsupptöku að þakka (sem ég fór sjálf með til Landlæknis) að svo er, á henni byggir Landlæknir núverandi mat sitt. Þannig hefðu þeir sem komu að þessu máli fyrir HVE ekki einungis valdið dóttir minni skaða í fæðingunni heldur einnig tekið af henni bótarétt með því að fylla ekki skýrslur og gögn sómasamlega út! Það er ekki hægt að þræta fyrir þessar rangfærslur, en opinber rannsókn mun vonandi komast að niðurstöðu hvernig þær eru tilkomnar. Fyrir mér horfir það svona við a) mistök b) slægleg vinnubrögð c) fölsun. Þegar horft er í rangfærslurnar sker það mann óneitanlega í augun að allar virðast þær fegra umrætt atvik og/eða fría einstaka starfsmenn eða stofnunina í heild. Tilviljun?" Hlédís segist þakklát öllu því góða fólki sem starfi innan heilbrigðisgeirans. Hún spyr þó hvað hægt sé að gera til að laga vinnubrögð eftir slys líkt og það sem dóttir hennar varð fyrir. „ Ég er viss um að starfsfólkið sem kom að mínu máli er ekki vont fólk. En af hverju er þá brugðist svona við? Finnst þeim eins og þau hafi ekki rými til að viðurkenna mannleg mistök? Er samfélagið með of miklar kröfur á hendur heilbrigðisstarfsmönnum? Áttuðu þau sig ekki á því hvaða afleiðingar þessar rangfærslur gætu haft fyrir dóttir mína? Þarf að innleiða þetta í nám heilbrigðisstarfsfólks þ.e.a.s. viðbrögð við mistökum? Af hverju tekur Landlæknir ekki á svona miklum rangfærslum? Við lifum í mun upplýstara samfélagi nú en áður, við vitum að mistök eiga sér stað inn á heilbrigðisstofnunum og verða oft alvarleg vegna þess að líf og limir fólks er að veði. Ég hef fullan skilning á mannlega mistaka þættinum - það eru viðbrögðin sem ég skil ekki!!" Hlédís segist helst vilja opna og málefnalega umræðu um mál sem þessi. Hún vilji heyra frá forsvarsmönnum heilbrigðisstofnana, ráðherra sem leysir velferðarráðherra af, heilbrigðisstarfsmönnum og öllum sem treysti sér til að ræða mál sem þessi af yfirvegun. „Hvað getum við gert til að tryggja að ef fólk verður fyrir skaða vegna mannlegra mistaka heilbrigðisstarfsmanna geti það treyst því að sjúkraskýrslur og frásagnir séu án alls efa sannar og réttar?"
Tengdar fréttir Landlæknir telur ekki ástæðu til þess að kæra mistök til lögreglu Geir Gunnlaugsson landlæknir hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar Kastljóss um atburði í tengslum við fæðingu barns Hlédísar Sveinsdóttur á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi. Í yfirlýsingunni segir landlæknir að málið hafi verið rannsakað ítarlega og að það hafi leitt til faglegrar niðurstöðu sem birtist í álitsgerð embættisins í júní árið 2012. 20. febrúar 2013 12:14 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Fleiri fréttir Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Sjá meira
Landlæknir telur ekki ástæðu til þess að kæra mistök til lögreglu Geir Gunnlaugsson landlæknir hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar Kastljóss um atburði í tengslum við fæðingu barns Hlédísar Sveinsdóttur á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi. Í yfirlýsingunni segir landlæknir að málið hafi verið rannsakað ítarlega og að það hafi leitt til faglegrar niðurstöðu sem birtist í álitsgerð embættisins í júní árið 2012. 20. febrúar 2013 12:14