Mistök, slæleg vinnubrögð og fölsun 23. febrúar 2013 10:13 Hlédís og Sveindís Hlédís Sveinsdóttir segist ekki hafa viljað fara í stríð við kerfið eða vinna mál. Hún hafi vonað að mál sitt yrði til vakningar og leiða til góðs. Þetta kemur fram í pistli sem hún ritaði á Facebook-síðu sína í nótt. Hlédís ól dóttur sína Sveindísi Helgu í janúar 2011 á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi. Nokkrum klukkustundum fyrir fæðingu kom í ljós að ekki var allt með felldu og tuttugu mínútum fyrir fæðingu hægðist mikið á hjartslætti hinnar nýfæddu stúlku. Við fæðingu var hún svo hvít og líflaus. Þegar barnið fékk krampa nokkrum klukkustundum síðar mat læknir það svo að flytja ætti hana beint á vökudeild. Það var hálfum sólarhring eftir fæðinguna. Hlédís telur að það hafi verið gert allt of seint enda hefðu þær mæðgur átt að fara á vökudeild strax að fæðingu lokinni. „Eftir á að hyggja finnst mér alveg hræðilegt að ég hafi verið með hana í fanginu á meðan að heilinn var að steikjast. Það hefði verið hægt að flytja hana í bæinn og kæla hana,“ sagði Hlédís í viðtali við Kastljós á dögunum. Skýrsla lækna frá fæðingu var í miklu ósamræmi við myndband af fæðingunni sem Hlédís kom sjálf í hendur landlæknis. Í pistlinum sem Hlédís ritar í nótt segist hún hafa vitað að dóttir sín ætti rétt á skaðabótum fyrir hálfu ári. Hún hafi hins vegar legið á upplýsingum sem hún hafi talið varða alla Íslendinga. „Ef Landlæknir hefði einungis byggt mat sitt á þeim gögnum sem komu frá Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) þegar þau tilkynntu um alvarlegt atvik þá hefði hann EKKI getað metið það svo að um vanrækslu og gáleysi hafi verið að ræða. Öll þau meginatriði sem Landlæknir tekur tillit til þegar hann metur gáleysi og vanrækslu eru ranglega færð inní gögn frá HVE. Það er myndbandsupptöku að þakka (sem ég fór sjálf með til Landlæknis) að svo er, á henni byggir Landlæknir núverandi mat sitt. Þannig hefðu þeir sem komu að þessu máli fyrir HVE ekki einungis valdið dóttir minni skaða í fæðingunni heldur einnig tekið af henni bótarétt með því að fylla ekki skýrslur og gögn sómasamlega út! Það er ekki hægt að þræta fyrir þessar rangfærslur, en opinber rannsókn mun vonandi komast að niðurstöðu hvernig þær eru tilkomnar. Fyrir mér horfir það svona við a) mistök b) slægleg vinnubrögð c) fölsun. Þegar horft er í rangfærslurnar sker það mann óneitanlega í augun að allar virðast þær fegra umrætt atvik og/eða fría einstaka starfsmenn eða stofnunina í heild. Tilviljun?" Hlédís segist þakklát öllu því góða fólki sem starfi innan heilbrigðisgeirans. Hún spyr þó hvað hægt sé að gera til að laga vinnubrögð eftir slys líkt og það sem dóttir hennar varð fyrir. „ Ég er viss um að starfsfólkið sem kom að mínu máli er ekki vont fólk. En af hverju er þá brugðist svona við? Finnst þeim eins og þau hafi ekki rými til að viðurkenna mannleg mistök? Er samfélagið með of miklar kröfur á hendur heilbrigðisstarfsmönnum? Áttuðu þau sig ekki á því hvaða afleiðingar þessar rangfærslur gætu haft fyrir dóttir mína? Þarf að innleiða þetta í nám heilbrigðisstarfsfólks þ.e.a.s. viðbrögð við mistökum? Af hverju tekur Landlæknir ekki á svona miklum rangfærslum? Við lifum í mun upplýstara samfélagi nú en áður, við vitum að mistök eiga sér stað inn á heilbrigðisstofnunum og verða oft alvarleg vegna þess að líf og limir fólks er að veði. Ég hef fullan skilning á mannlega mistaka þættinum - það eru viðbrögðin sem ég skil ekki!!" Hlédís segist helst vilja opna og málefnalega umræðu um mál sem þessi. Hún vilji heyra frá forsvarsmönnum heilbrigðisstofnana, ráðherra sem leysir velferðarráðherra af, heilbrigðisstarfsmönnum og öllum sem treysti sér til að ræða mál sem þessi af yfirvegun. „Hvað getum við gert til að tryggja að ef fólk verður fyrir skaða vegna mannlegra mistaka heilbrigðisstarfsmanna geti það treyst því að sjúkraskýrslur og frásagnir séu án alls efa sannar og réttar?" Tengdar fréttir Landlæknir telur ekki ástæðu til þess að kæra mistök til lögreglu Geir Gunnlaugsson landlæknir hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar Kastljóss um atburði í tengslum við fæðingu barns Hlédísar Sveinsdóttur á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi. Í yfirlýsingunni segir landlæknir að málið hafi verið rannsakað ítarlega og að það hafi leitt til faglegrar niðurstöðu sem birtist í álitsgerð embættisins í júní árið 2012. 20. febrúar 2013 12:14 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Sjá meira
Hlédís Sveinsdóttir segist ekki hafa viljað fara í stríð við kerfið eða vinna mál. Hún hafi vonað að mál sitt yrði til vakningar og leiða til góðs. Þetta kemur fram í pistli sem hún ritaði á Facebook-síðu sína í nótt. Hlédís ól dóttur sína Sveindísi Helgu í janúar 2011 á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi. Nokkrum klukkustundum fyrir fæðingu kom í ljós að ekki var allt með felldu og tuttugu mínútum fyrir fæðingu hægðist mikið á hjartslætti hinnar nýfæddu stúlku. Við fæðingu var hún svo hvít og líflaus. Þegar barnið fékk krampa nokkrum klukkustundum síðar mat læknir það svo að flytja ætti hana beint á vökudeild. Það var hálfum sólarhring eftir fæðinguna. Hlédís telur að það hafi verið gert allt of seint enda hefðu þær mæðgur átt að fara á vökudeild strax að fæðingu lokinni. „Eftir á að hyggja finnst mér alveg hræðilegt að ég hafi verið með hana í fanginu á meðan að heilinn var að steikjast. Það hefði verið hægt að flytja hana í bæinn og kæla hana,“ sagði Hlédís í viðtali við Kastljós á dögunum. Skýrsla lækna frá fæðingu var í miklu ósamræmi við myndband af fæðingunni sem Hlédís kom sjálf í hendur landlæknis. Í pistlinum sem Hlédís ritar í nótt segist hún hafa vitað að dóttir sín ætti rétt á skaðabótum fyrir hálfu ári. Hún hafi hins vegar legið á upplýsingum sem hún hafi talið varða alla Íslendinga. „Ef Landlæknir hefði einungis byggt mat sitt á þeim gögnum sem komu frá Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) þegar þau tilkynntu um alvarlegt atvik þá hefði hann EKKI getað metið það svo að um vanrækslu og gáleysi hafi verið að ræða. Öll þau meginatriði sem Landlæknir tekur tillit til þegar hann metur gáleysi og vanrækslu eru ranglega færð inní gögn frá HVE. Það er myndbandsupptöku að þakka (sem ég fór sjálf með til Landlæknis) að svo er, á henni byggir Landlæknir núverandi mat sitt. Þannig hefðu þeir sem komu að þessu máli fyrir HVE ekki einungis valdið dóttir minni skaða í fæðingunni heldur einnig tekið af henni bótarétt með því að fylla ekki skýrslur og gögn sómasamlega út! Það er ekki hægt að þræta fyrir þessar rangfærslur, en opinber rannsókn mun vonandi komast að niðurstöðu hvernig þær eru tilkomnar. Fyrir mér horfir það svona við a) mistök b) slægleg vinnubrögð c) fölsun. Þegar horft er í rangfærslurnar sker það mann óneitanlega í augun að allar virðast þær fegra umrætt atvik og/eða fría einstaka starfsmenn eða stofnunina í heild. Tilviljun?" Hlédís segist þakklát öllu því góða fólki sem starfi innan heilbrigðisgeirans. Hún spyr þó hvað hægt sé að gera til að laga vinnubrögð eftir slys líkt og það sem dóttir hennar varð fyrir. „ Ég er viss um að starfsfólkið sem kom að mínu máli er ekki vont fólk. En af hverju er þá brugðist svona við? Finnst þeim eins og þau hafi ekki rými til að viðurkenna mannleg mistök? Er samfélagið með of miklar kröfur á hendur heilbrigðisstarfsmönnum? Áttuðu þau sig ekki á því hvaða afleiðingar þessar rangfærslur gætu haft fyrir dóttir mína? Þarf að innleiða þetta í nám heilbrigðisstarfsfólks þ.e.a.s. viðbrögð við mistökum? Af hverju tekur Landlæknir ekki á svona miklum rangfærslum? Við lifum í mun upplýstara samfélagi nú en áður, við vitum að mistök eiga sér stað inn á heilbrigðisstofnunum og verða oft alvarleg vegna þess að líf og limir fólks er að veði. Ég hef fullan skilning á mannlega mistaka þættinum - það eru viðbrögðin sem ég skil ekki!!" Hlédís segist helst vilja opna og málefnalega umræðu um mál sem þessi. Hún vilji heyra frá forsvarsmönnum heilbrigðisstofnana, ráðherra sem leysir velferðarráðherra af, heilbrigðisstarfsmönnum og öllum sem treysti sér til að ræða mál sem þessi af yfirvegun. „Hvað getum við gert til að tryggja að ef fólk verður fyrir skaða vegna mannlegra mistaka heilbrigðisstarfsmanna geti það treyst því að sjúkraskýrslur og frásagnir séu án alls efa sannar og réttar?"
Tengdar fréttir Landlæknir telur ekki ástæðu til þess að kæra mistök til lögreglu Geir Gunnlaugsson landlæknir hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar Kastljóss um atburði í tengslum við fæðingu barns Hlédísar Sveinsdóttur á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi. Í yfirlýsingunni segir landlæknir að málið hafi verið rannsakað ítarlega og að það hafi leitt til faglegrar niðurstöðu sem birtist í álitsgerð embættisins í júní árið 2012. 20. febrúar 2013 12:14 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Sjá meira
Landlæknir telur ekki ástæðu til þess að kæra mistök til lögreglu Geir Gunnlaugsson landlæknir hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar Kastljóss um atburði í tengslum við fæðingu barns Hlédísar Sveinsdóttur á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi. Í yfirlýsingunni segir landlæknir að málið hafi verið rannsakað ítarlega og að það hafi leitt til faglegrar niðurstöðu sem birtist í álitsgerð embættisins í júní árið 2012. 20. febrúar 2013 12:14