Erlent

Alræmdur barnaníðingur handtekinn í Níkaragva

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Mynd/AP
Eric Justin Toth, fyrrverandi grunnskólakennari í Washington-borg sem sakaður er um framleiðslu á barnaníðefni, var handtekinn í Níkaragva í gær.

Hann hefur verið á flótta frá árinu 2008 eftir að samstarfsmaður hans fann efnið á myndavél sem hann hafði notað í skólanum. Hann var ákærður í kjölfarið og lét sig hverfa.

Í apríl 2012 tók Toth sæti Osama Bin Laden á listanum yfir helstu eftirlýstu flóttamenn bandarísku alríkislögreglunnar (FBI).

Toth var handtekinn á landamærum Níkaragva og Hondúras og sýndi mótþróa við handtöku, en hann hefur verið framseldur til Bandaríkjanna.

Hundrað þúsund dala verðlaunafé var í boði fyrir hvern þann sem gat gefið upplýsingar sem leiddu til handtöku hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×