Stefnum á titilinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. apríl 2013 06:00 Margrét Lára er markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins með 69 mörk í 86 leikjum.FrÉttablaðið/Stefán Margrét Lára Viðarsdóttir er mætt til leiks í sænsku úrvalsdeildinni eftir fimm mánaða endurhæfingu vegna skurðaðgerðar. Markadrottningin er öll að koma til og segir Íslendingaliðið Kristianstad stefna á sænska meistaratitilinn. „Mér líður vel. Ég reyni að taka einn dag í einu. Strax eftir aðgerð ætlaði ég að vera eitthvað undrabarn og komast fyrr af stað en allir aðrir. Sú hugsun var ekki alveg rétt. Síðan ég fór að taka einn dag í einu hefur þetta gengið betur,“ segir Margrét Lára, sem glímt hefur við erfið meiðsli lengi. Læknar töldu sig loksins hafa fundið út hvað væri að Margréti Láru sem var skorin upp á læri í vetur. „Ég er bjartsýn á það en þegar maður hefur barist við eitthvað í fimm ár leyfir maður sér ekkert að halda partý um hverja helgi og fagna áföngum. Maður tekur þessu með stakri ró. Ég er ánægð að hafa komist í gegnum leik, vaknað daginn eftir og staðið upp úr rúminu. Það er eitthvað sem ég hef ekki getað gert í fimm ár.“ Kristianstad er ósigrað eftir fyrstu tvær umferðirnar í sænsku úrvalsdeildinni. Margrét kom inn á sem varamaður í 1-1 jafntefli gegn Piteå fyrir viku og spilaði fyrsta klukkutímann í útisigri á Mallbackens á laugardag. Liðið hefur gengið í gegnum töluverðar breytingar á milli ára. Klár fyrir helgarnarMargrét Lára á æfingu með íslenska landsliðinu.Mynd/Ernir„Við erum með töluvert sterkara lið en í fyrra en eigum eftir að spila okkur svolítið saman,“ segir Margrét Lára. Sænska landsliðskonan Josefine Öqvist er komin til liðsins, auk dönsku landsliðskonunnar Johönnu Rasmussen. Báðar eru að hrista af sér meiðsli líkt og íslenski framherjinn en auk þess eru tveir nýir erlendir varnarmenn klárir í slaginn. „Við ætlum að gera atlögu að titlinum. Markmiðin eru alveg skýr og við erum ekkert feimnar með það. Til hvers að fara inn í mót og ætla sér ekki að vinna það? Það reiknar samt enginn með miklu af okkur og það gæti fleytt okkur langt,“ segir Margrét Lára. Auk hennar er Sif Atladóttir fyrirliði liðsins og Guðný Björk Óðinsdóttir skoraði seinna markið á laugardaginn. Þá er Elísabet Gunnarsdóttir þjálfari liðsins. „Ég er í umhverfi sem hentar mér fullkomlega. Fæ rosalega mikinn skilning bæði hjá þjálfaranum og félaginu sjálfu,“ segir Margrét Lára, sem metur daglega hvort betra sé fyrir sig að fara á æfingu eða fara í sund. „Þetta snýst um að vera klár fyrir helgarnar svo ég geti verið með í leikjunum.“ Getum komist langt á EMMargrét Lára í eldlínunni á Laugardalsvellinum.Mynd/DaníelÍslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu hefur oft vegnað betur á vormánuðum en undanfarið. Liðinu gekk illa á hinum árlega Algarve-bikar og spurning hvort stuðningsmenn landsliðsins þurfi að hafa áhyggjur fyrir EM í sumar. „Er þetta ekki bara hluti af prógramminu? Minnka væntingarnar og svo komum við alveg klárar til leiks á EM,“ segir Margrét Lára og hlær. Hún minnir þó á að þótt maður komi í manns stað hljóti landsliðið að sakna leikmanna sem leikið hafa marga tugi landsliða og eru mikilvægir innan sem utan vallar. „Við höfum alltaf verið þekktar fyrir baráttu og leikgleði. Ég hef trú á því að þegar við verðum með okkar sterkasta hóp, sem er mjög reynslumikill, getum við komist ansi langt. Það jákvæða við úrslitin undanfarið er að væntingarnar eru minni en um leið áminning fyrir okkur að íslenskt landslið hefur aldrei efni á því að slaka á.“Hólmfríður Magnúsdóttir og Margrét Lára fagna marki.Mynd/Daníel Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Guðný Björk á skotskónum Guðný Björk Óðinsdóttir skoraði síðara mark Kristianstad í 2-1 útisigri á Mallbacken í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 20. apríl 2013 16:35 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjá meira
Margrét Lára Viðarsdóttir er mætt til leiks í sænsku úrvalsdeildinni eftir fimm mánaða endurhæfingu vegna skurðaðgerðar. Markadrottningin er öll að koma til og segir Íslendingaliðið Kristianstad stefna á sænska meistaratitilinn. „Mér líður vel. Ég reyni að taka einn dag í einu. Strax eftir aðgerð ætlaði ég að vera eitthvað undrabarn og komast fyrr af stað en allir aðrir. Sú hugsun var ekki alveg rétt. Síðan ég fór að taka einn dag í einu hefur þetta gengið betur,“ segir Margrét Lára, sem glímt hefur við erfið meiðsli lengi. Læknar töldu sig loksins hafa fundið út hvað væri að Margréti Láru sem var skorin upp á læri í vetur. „Ég er bjartsýn á það en þegar maður hefur barist við eitthvað í fimm ár leyfir maður sér ekkert að halda partý um hverja helgi og fagna áföngum. Maður tekur þessu með stakri ró. Ég er ánægð að hafa komist í gegnum leik, vaknað daginn eftir og staðið upp úr rúminu. Það er eitthvað sem ég hef ekki getað gert í fimm ár.“ Kristianstad er ósigrað eftir fyrstu tvær umferðirnar í sænsku úrvalsdeildinni. Margrét kom inn á sem varamaður í 1-1 jafntefli gegn Piteå fyrir viku og spilaði fyrsta klukkutímann í útisigri á Mallbackens á laugardag. Liðið hefur gengið í gegnum töluverðar breytingar á milli ára. Klár fyrir helgarnarMargrét Lára á æfingu með íslenska landsliðinu.Mynd/Ernir„Við erum með töluvert sterkara lið en í fyrra en eigum eftir að spila okkur svolítið saman,“ segir Margrét Lára. Sænska landsliðskonan Josefine Öqvist er komin til liðsins, auk dönsku landsliðskonunnar Johönnu Rasmussen. Báðar eru að hrista af sér meiðsli líkt og íslenski framherjinn en auk þess eru tveir nýir erlendir varnarmenn klárir í slaginn. „Við ætlum að gera atlögu að titlinum. Markmiðin eru alveg skýr og við erum ekkert feimnar með það. Til hvers að fara inn í mót og ætla sér ekki að vinna það? Það reiknar samt enginn með miklu af okkur og það gæti fleytt okkur langt,“ segir Margrét Lára. Auk hennar er Sif Atladóttir fyrirliði liðsins og Guðný Björk Óðinsdóttir skoraði seinna markið á laugardaginn. Þá er Elísabet Gunnarsdóttir þjálfari liðsins. „Ég er í umhverfi sem hentar mér fullkomlega. Fæ rosalega mikinn skilning bæði hjá þjálfaranum og félaginu sjálfu,“ segir Margrét Lára, sem metur daglega hvort betra sé fyrir sig að fara á æfingu eða fara í sund. „Þetta snýst um að vera klár fyrir helgarnar svo ég geti verið með í leikjunum.“ Getum komist langt á EMMargrét Lára í eldlínunni á Laugardalsvellinum.Mynd/DaníelÍslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu hefur oft vegnað betur á vormánuðum en undanfarið. Liðinu gekk illa á hinum árlega Algarve-bikar og spurning hvort stuðningsmenn landsliðsins þurfi að hafa áhyggjur fyrir EM í sumar. „Er þetta ekki bara hluti af prógramminu? Minnka væntingarnar og svo komum við alveg klárar til leiks á EM,“ segir Margrét Lára og hlær. Hún minnir þó á að þótt maður komi í manns stað hljóti landsliðið að sakna leikmanna sem leikið hafa marga tugi landsliða og eru mikilvægir innan sem utan vallar. „Við höfum alltaf verið þekktar fyrir baráttu og leikgleði. Ég hef trú á því að þegar við verðum með okkar sterkasta hóp, sem er mjög reynslumikill, getum við komist ansi langt. Það jákvæða við úrslitin undanfarið er að væntingarnar eru minni en um leið áminning fyrir okkur að íslenskt landslið hefur aldrei efni á því að slaka á.“Hólmfríður Magnúsdóttir og Margrét Lára fagna marki.Mynd/Daníel
Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Guðný Björk á skotskónum Guðný Björk Óðinsdóttir skoraði síðara mark Kristianstad í 2-1 útisigri á Mallbacken í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 20. apríl 2013 16:35 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjá meira
Guðný Björk á skotskónum Guðný Björk Óðinsdóttir skoraði síðara mark Kristianstad í 2-1 útisigri á Mallbacken í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 20. apríl 2013 16:35