Segir AGS reka pólitík sem vinni gegn hagsmunum almennings Höskuldur Kári Schram skrifar 13. desember 2013 12:02 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, gefur lítið fyrir gagnrýni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á skuldaaðgerðum ríkisstjórnarinnar. Hann segir að sjóðurinn hafi alltaf verið á móti almennum aðgerðum og að pólitísk stefna hans hafi aldrei reynst almenningi vel. Þetta kom fram í máli forsætisráðherra á Alþingi í morgun. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur að skuldaaðgerðirnar séu verðbólguhvetjandi og að þær muni auka vanda Íbúðalánasjóðs. Seðlabanki Íslands tekur í svipaðan streng. Í rökstuðningi peningastefnunefndar bankans í vikunni kom fram að nefndin telur að áhrif skuldaniðurfærslunnar á verðbólgu séu mögulega vanmetin. Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, tók málið upp á Alþingi og kallaði eftir viðbrögðum frá forsætisráðherra. „Eins og hæstvirtur forsætisráðherra veit þá hækkar höfuðstóll verðtryggðra lána við aukna verðbólgu. Þannig að hættan er sú að boðaðar aðgerðir verði einfaldlega á skömmum tíma étnar upp af verðbólgu,“ sagði Guðmundur. Forsætisráðherra sagði að afstaða Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi alltaf legið fyrir. „Það er svosem ekki nýtt. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur lýst sig andsnúinn almennum skuldaaðgerðum undanfarin ár. Ég hef fyrir mitt leyti marglýst að ég sé algjörlega ósammála þeirri pólitík sem AGS rekur og hefur því miður ekki reynst heimilum sérstaklega vel í mörgum eða flestum þeirra landa sem AGS hefur komið að málum,“ sagði Sigmundur. Sigmundur sagði hins vegar að afstaða Seðlabankans hafi verið jákvæðari en hann átti von á. „Það er reyndar í áætlun bankans örlitið meiri verðbólga heldur en í þeirri greiningu sem sérfræðihópurinn vann. En það eru ekki veruleg áhrif. Það eru mjög óveruleg áhrif sem hægt er að hafa áhrif á þ.e. vinna gegn og það er gert ekki hvað síst með seinni hluta aðgerðanna þ.e. öðrum áfanganum varðandi skattaafslátt vegna séreignasparnaðar. Það virkar í hina áttina. Þannig að saman virka þessar leiðir til þess að magna upp kosti hvorrar leiðar fyrir sig og draga úr ókostunum,“ sagði Sigmundur. Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, gefur lítið fyrir gagnrýni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á skuldaaðgerðum ríkisstjórnarinnar. Hann segir að sjóðurinn hafi alltaf verið á móti almennum aðgerðum og að pólitísk stefna hans hafi aldrei reynst almenningi vel. Þetta kom fram í máli forsætisráðherra á Alþingi í morgun. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur að skuldaaðgerðirnar séu verðbólguhvetjandi og að þær muni auka vanda Íbúðalánasjóðs. Seðlabanki Íslands tekur í svipaðan streng. Í rökstuðningi peningastefnunefndar bankans í vikunni kom fram að nefndin telur að áhrif skuldaniðurfærslunnar á verðbólgu séu mögulega vanmetin. Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, tók málið upp á Alþingi og kallaði eftir viðbrögðum frá forsætisráðherra. „Eins og hæstvirtur forsætisráðherra veit þá hækkar höfuðstóll verðtryggðra lána við aukna verðbólgu. Þannig að hættan er sú að boðaðar aðgerðir verði einfaldlega á skömmum tíma étnar upp af verðbólgu,“ sagði Guðmundur. Forsætisráðherra sagði að afstaða Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi alltaf legið fyrir. „Það er svosem ekki nýtt. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur lýst sig andsnúinn almennum skuldaaðgerðum undanfarin ár. Ég hef fyrir mitt leyti marglýst að ég sé algjörlega ósammála þeirri pólitík sem AGS rekur og hefur því miður ekki reynst heimilum sérstaklega vel í mörgum eða flestum þeirra landa sem AGS hefur komið að málum,“ sagði Sigmundur. Sigmundur sagði hins vegar að afstaða Seðlabankans hafi verið jákvæðari en hann átti von á. „Það er reyndar í áætlun bankans örlitið meiri verðbólga heldur en í þeirri greiningu sem sérfræðihópurinn vann. En það eru ekki veruleg áhrif. Það eru mjög óveruleg áhrif sem hægt er að hafa áhrif á þ.e. vinna gegn og það er gert ekki hvað síst með seinni hluta aðgerðanna þ.e. öðrum áfanganum varðandi skattaafslátt vegna séreignasparnaðar. Það virkar í hina áttina. Þannig að saman virka þessar leiðir til þess að magna upp kosti hvorrar leiðar fyrir sig og draga úr ókostunum,“ sagði Sigmundur.
Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira