Íbúðalánasjóður fær bætur fyrir lækkun lánasafns vegna aðgerða stjórnvalda Heimir Már Pétursson skrifar 12. desember 2013 14:41 Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalánasjoðs og Daria Zakharova, sendifulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sendifulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi telur að aðgerðir stjórnvalda vegna skuldugra heimila muni hafa verulega neikvæð áhrif á stöðu Íbúðalánasjóðs. Forstjóri sjóðsins segir að honum verði bætt upp þau áhrif sem aðgerðirnar hafa. Seðlabankinn og greiningardeildir bankanna hafa undanfarna daga fullyrt að boðaðar aðgerðir til niðurfærslu lána heimilanna muni auka verðbólgu og þenslu í samfélaginu. Þá hefur legið fyrir að lækkun höfuðstóls íbúðalána muni hafa áhrif á lánasafn Íbúðalánasjóðs. Í frétt Bloombergs um þetta mál er haft eftir Dariu Zakharova sendifulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að aðgerðirnar muni auka áhættu Íbúðalánasjóðs og kalla á frekari innspítingu fjármagns frá ríkissjóði. AGS hafi séð áætlanir um að setja þurfi 40 milljarða inn í Íbúðalánasjóð á næstu fjórum árum vegna aðgerðanna, sem bætist við önnur framllög ríkissjóðs vegna eftirmála hrunsins. Sigurður Erlingsson forstjóri Íbúðalánasjoðs vill ekki tjá sig um tölulegar fullyrðingar Bloomberg en segir ekki nýtt að bæta þurfi sjóðnum minnkandi lánasafn með aðgerðum stjórnvalda. Það hafi komið fram.En hvaðaáhrif munuþessar aðgerðir hafaáÍbúðalánasjóð?„Þær hafa þau áhrif að við verðum að færa niður lán í lánasafninu annars vegar og síðan fáum við svo mótframlag frá ríkissjóði. Það er að segja fullar bætur fyrir þau lán sem við þurfum að færa niður. Þannig að nettóáhrifin eru þau að lánasafnið minnkar og við fáum fjármuni á móti því,“ segir Sigurður. Heildaráhrifin á efnahagsreikninginn séu því lítil. En burt séð frá væntanlegum aðgerðum hefur staða Íbúðalánasjóðs verið mjög erfið undanfarin ár vegna mikilla uppgreiðslna lána og óhagstæðs vaxtamunar á útlánum og innlánum sjóðsins. „Það liggur fyrir að verið er að horfa á að leggja inn 4,5 milljarða á næsta ári. Það er í sínum eðlilega farvegi. Það er vegna þess að sjóðurinn er enn að fara í gegnum um eftirköstin af hruninu,“ segir Sigurður.Það sjái fyrir endann á því áfalli sem sjóðurinn varð fyrir og menn sjái fram á að sjóðurinn nái jafnvægi. „Já, já það eru ýmis jákvæð teikn. Við höfum séð vanskil fara lækkandi og við sjáum að það er aðeins að hægja á innstreymi fullnustueigna. Þannig að það eru klárlega jákvæðar vísbendingar um að það versta sé afstaðið og það fari að birta til í þessum rekstri,“ segir Sigurður Erlingsson. Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Sendifulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi telur að aðgerðir stjórnvalda vegna skuldugra heimila muni hafa verulega neikvæð áhrif á stöðu Íbúðalánasjóðs. Forstjóri sjóðsins segir að honum verði bætt upp þau áhrif sem aðgerðirnar hafa. Seðlabankinn og greiningardeildir bankanna hafa undanfarna daga fullyrt að boðaðar aðgerðir til niðurfærslu lána heimilanna muni auka verðbólgu og þenslu í samfélaginu. Þá hefur legið fyrir að lækkun höfuðstóls íbúðalána muni hafa áhrif á lánasafn Íbúðalánasjóðs. Í frétt Bloombergs um þetta mál er haft eftir Dariu Zakharova sendifulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að aðgerðirnar muni auka áhættu Íbúðalánasjóðs og kalla á frekari innspítingu fjármagns frá ríkissjóði. AGS hafi séð áætlanir um að setja þurfi 40 milljarða inn í Íbúðalánasjóð á næstu fjórum árum vegna aðgerðanna, sem bætist við önnur framllög ríkissjóðs vegna eftirmála hrunsins. Sigurður Erlingsson forstjóri Íbúðalánasjoðs vill ekki tjá sig um tölulegar fullyrðingar Bloomberg en segir ekki nýtt að bæta þurfi sjóðnum minnkandi lánasafn með aðgerðum stjórnvalda. Það hafi komið fram.En hvaðaáhrif munuþessar aðgerðir hafaáÍbúðalánasjóð?„Þær hafa þau áhrif að við verðum að færa niður lán í lánasafninu annars vegar og síðan fáum við svo mótframlag frá ríkissjóði. Það er að segja fullar bætur fyrir þau lán sem við þurfum að færa niður. Þannig að nettóáhrifin eru þau að lánasafnið minnkar og við fáum fjármuni á móti því,“ segir Sigurður. Heildaráhrifin á efnahagsreikninginn séu því lítil. En burt séð frá væntanlegum aðgerðum hefur staða Íbúðalánasjóðs verið mjög erfið undanfarin ár vegna mikilla uppgreiðslna lána og óhagstæðs vaxtamunar á útlánum og innlánum sjóðsins. „Það liggur fyrir að verið er að horfa á að leggja inn 4,5 milljarða á næsta ári. Það er í sínum eðlilega farvegi. Það er vegna þess að sjóðurinn er enn að fara í gegnum um eftirköstin af hruninu,“ segir Sigurður.Það sjái fyrir endann á því áfalli sem sjóðurinn varð fyrir og menn sjái fram á að sjóðurinn nái jafnvægi. „Já, já það eru ýmis jákvæð teikn. Við höfum séð vanskil fara lækkandi og við sjáum að það er aðeins að hægja á innstreymi fullnustueigna. Þannig að það eru klárlega jákvæðar vísbendingar um að það versta sé afstaðið og það fari að birta til í þessum rekstri,“ segir Sigurður Erlingsson.
Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira