Rógburðurinn reyndist vera menntaskólahrekkur Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 13. desember 2013 15:09 mynd/365 „Þetta var allt bara eitthvað grín. Ég skildi Facebook-síðuna mína eftir opna og vinur minn sem leggur mikið upp úr gríni setti þessa færslu inn,“ segir Brynjólfur Haukur Ingólfsson, 17 ára nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Eins og fram hefur komið á Vísi tók framkvæmdarstjóri City taxa ekki vel í þetta og grunaði samkeppnisaðila sína um græsku. Færslan á síðunni hans hefur vakið mikla athygli en á síðuna skrifaði vinur hans, Daníel Aron Lárusson, í nafni ímyndaðs leigubílstjóra:„Í gær var ég mjög dónalegur við leigubílstjóra og neitaði að borga fyrir farið og eftir að hafa rifist við hann hótaði hann að fara með mig á lögreglustöðina og ég varð hræddur og ákvað að reyna hlaupa í burtu án þess að borga fyrir farið. Þegar ég hljóp í burtu gleymdi ég símanum mínum í leigubílnum. Nú er þessi leigubílstjóri að kenna mér lexíu með því að skrifa þessa uppfærslu. Þótt ég hafi verið mjög dónalegur og hagað mér eins og fífl er leigubílstjórinn það góður að leyfa mér að fá símann til baka með þeim skilyrðum að ég borgi einungis farið og að ég biðjast afsökunar á Facebook síðu minni. Vinsamlegast hafðu samband City Taxi leigubílastöð í síma 422 2222 þegar þú hefur uppfyllt þessi skilyrði vinur. Vonandi verður þessi uppfærsla til þess að þú hugsir þig tvisvar ef ekki tvisvar um áður en þú ert með dólg og neitar að borga fyrir far án skýringa. Kær kveðja Hallur leigubílstjóri.“ Vinur Brynjólfs setti færsluna inn um miðnætti í gær. „Við vorum að læra fram eftir og svo fór ég í próf í morgun og sá þetta ekki fyrr en eftir það,“ segir Brynjólfur. Þá var færslan komin með hátt í 300 „like“. „Aldrei hefði mér dottið í hug að þetta myndi vekja svona mikla athygli, segir hann. „Þetta er alveg ruglað.“ „Ég vil ekki lenda í neinu veseni útaf þessu og ég er mjög hissa á því hvernig þetta hefur þróast,“ segir Brynjólfur sem tekur þó fram að honum finnst þetta þrátt fyrir allt vera mjög fyndið. Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Sjá meira
„Þetta var allt bara eitthvað grín. Ég skildi Facebook-síðuna mína eftir opna og vinur minn sem leggur mikið upp úr gríni setti þessa færslu inn,“ segir Brynjólfur Haukur Ingólfsson, 17 ára nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Eins og fram hefur komið á Vísi tók framkvæmdarstjóri City taxa ekki vel í þetta og grunaði samkeppnisaðila sína um græsku. Færslan á síðunni hans hefur vakið mikla athygli en á síðuna skrifaði vinur hans, Daníel Aron Lárusson, í nafni ímyndaðs leigubílstjóra:„Í gær var ég mjög dónalegur við leigubílstjóra og neitaði að borga fyrir farið og eftir að hafa rifist við hann hótaði hann að fara með mig á lögreglustöðina og ég varð hræddur og ákvað að reyna hlaupa í burtu án þess að borga fyrir farið. Þegar ég hljóp í burtu gleymdi ég símanum mínum í leigubílnum. Nú er þessi leigubílstjóri að kenna mér lexíu með því að skrifa þessa uppfærslu. Þótt ég hafi verið mjög dónalegur og hagað mér eins og fífl er leigubílstjórinn það góður að leyfa mér að fá símann til baka með þeim skilyrðum að ég borgi einungis farið og að ég biðjast afsökunar á Facebook síðu minni. Vinsamlegast hafðu samband City Taxi leigubílastöð í síma 422 2222 þegar þú hefur uppfyllt þessi skilyrði vinur. Vonandi verður þessi uppfærsla til þess að þú hugsir þig tvisvar ef ekki tvisvar um áður en þú ert með dólg og neitar að borga fyrir far án skýringa. Kær kveðja Hallur leigubílstjóri.“ Vinur Brynjólfs setti færsluna inn um miðnætti í gær. „Við vorum að læra fram eftir og svo fór ég í próf í morgun og sá þetta ekki fyrr en eftir það,“ segir Brynjólfur. Þá var færslan komin með hátt í 300 „like“. „Aldrei hefði mér dottið í hug að þetta myndi vekja svona mikla athygli, segir hann. „Þetta er alveg ruglað.“ „Ég vil ekki lenda í neinu veseni útaf þessu og ég er mjög hissa á því hvernig þetta hefur þróast,“ segir Brynjólfur sem tekur þó fram að honum finnst þetta þrátt fyrir allt vera mjög fyndið.
Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Sjá meira