Þrjú hundruð fallið síðustu daga Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 28. júlí 2013 09:24 Frá Egyptalandi í nótt Mynd/afp Stuðningsmenn Múhamed Morsí, fyrrverandi forseta Egyptalands, héldu mótmælum sínum áfram í Kaíró í nótt. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur fordæmt aðgerðir yfirvalda gegn mótmælendum en hátt í þrjú hundruð hafa fallið frá því að Morsí var steypt af stóli. Boðað var til friðsamra mótmæla á Frelsistorginu og þúsundir svöruðu kallinu. Torgið var þéttsetið af stuðningsmönnum Morsí og Bræðralags múslima. Þess er krafist að Morsí verði leystur úr stofufangelsi hið snarasta og að hann fái að snúa til fyrri starfa. Stjórnarherinn steypti Morsí af stóli þriðja júlí síðastliðinn. Skiptar skoðanir eru um valdaránið og er egypska þjóðin klofin í afstöðu sinni til Morsí, sem jafnframt var fyrsti lýðræðislega kjörni forsetinn í sögu Egyptalands. Settur innanríkisráðherra landsins ítrekaði í ávarpi sínu í gær að mótmælendunum yrði brátt tvístrað. Stuðningsmenn létu fyrirmælin sem vind um eyru þjóta. Rúmlega þrjú hundruð mótmælendur hafa fallið í átökunum á síðustu vikum og er nú deilt um hvort að um skipulögð fjöldamorð séu um að ræða. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur fordæmt aðgerðir egypskra yfirvalda gegn mótmælendum. Hann sagði þarlend yfirvöld stunda mannréttindabrot og brjóta á stjórnarskrárvörðum rétti fólks til að safnast saman og mótmæla. Jafnframt hafi stjórnvöld virt málfrelsi fólks að vettugi. Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira
Stuðningsmenn Múhamed Morsí, fyrrverandi forseta Egyptalands, héldu mótmælum sínum áfram í Kaíró í nótt. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur fordæmt aðgerðir yfirvalda gegn mótmælendum en hátt í þrjú hundruð hafa fallið frá því að Morsí var steypt af stóli. Boðað var til friðsamra mótmæla á Frelsistorginu og þúsundir svöruðu kallinu. Torgið var þéttsetið af stuðningsmönnum Morsí og Bræðralags múslima. Þess er krafist að Morsí verði leystur úr stofufangelsi hið snarasta og að hann fái að snúa til fyrri starfa. Stjórnarherinn steypti Morsí af stóli þriðja júlí síðastliðinn. Skiptar skoðanir eru um valdaránið og er egypska þjóðin klofin í afstöðu sinni til Morsí, sem jafnframt var fyrsti lýðræðislega kjörni forsetinn í sögu Egyptalands. Settur innanríkisráðherra landsins ítrekaði í ávarpi sínu í gær að mótmælendunum yrði brátt tvístrað. Stuðningsmenn létu fyrirmælin sem vind um eyru þjóta. Rúmlega þrjú hundruð mótmælendur hafa fallið í átökunum á síðustu vikum og er nú deilt um hvort að um skipulögð fjöldamorð séu um að ræða. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur fordæmt aðgerðir egypskra yfirvalda gegn mótmælendum. Hann sagði þarlend yfirvöld stunda mannréttindabrot og brjóta á stjórnarskrárvörðum rétti fólks til að safnast saman og mótmæla. Jafnframt hafi stjórnvöld virt málfrelsi fólks að vettugi.
Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira