Krefjast sex ára fangelsisvistar til handa Berlusconi Jóhannes Stefánsson skrifar 14. maí 2013 13:20 Berlusconi er iðinn við kolann og umdeildur í kvennamálum Mynd/ AFP Handhafar ákæruvaldsins á Ítalíu fóru á mánudaginn fram á að Silvio Berlusconi, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu, yrði dæmdur í sex ára fangelsi fyrir misnotkun í opinberu starfi og fyrir að greiða fyrir kynmök með ólögráða stúlku. Handhafar ákæruvaldsins gerðu einnig þá kröfu að Berlusconi yrði bannað að gegna embættisstörfum á Ítalíu fyrir lífstíð. Berlusconi er gefið að sök að hafa stundað mök við ólögráða stúlku að nafni „Ruby" og hafa til viðbótar misbeitt valdi sínu til að frelsa hana úr haldi lögreglu. Berlusconi og stúlkan neita bæði að þau hafi stundað kynmök og fyrrum forsætisráðherrann segir málið vera tilraun vinstrisinnaðra saksóknara til að bola sér úr embætti. Aðalsaksóknarinn í málinu, Ilda Boccasini, segir „engan vafa" leika á því að Ruby væri vændiskona og hefði stundað mök við Berlusconi. Saksóknarinn mótmælti harðlega ýmsum rökum verjenda Berlusconis. Berlusconi hefur statt og staðfastlega haldið því fram að hann hafi beitt sér fyrir því að stúlkan yrði látin laus úr haldi lögreglu í maí 2010 vegna þess að hann hafi talið að hún væri frænka þáverandi forseta Egyptalands, Hosni Mubarak. Berlusconi segist með þessu athæfi sínu hafa viljað koma í veg fyrir vandræði í samskiptum landanna. Saksóknarinn gaf ekkert fyrir þessar skýringar og sagði Berlusconi vita „full vel að um haugalygi væri að ræða og hann vissi vel að stúlkan væri ólögráða, frá Marokkó, hefði strokið frá unglingaheimili og hafði áhuga á fyrrum forsætisráðherranum." Saksóknarinn hélt því einnig fram að ýmis vitni sem verjendurnir hefðu leitt fyrir réttin hefðu logið. Ummæli saksóknarans reiddu einn lögmann Berlusconis til mikillar reiði. Berlusconi sagði að málið væri ávöxtur „fordóma og haturs." Berlusconi sagði að auki málið vera: „Kenningar, sögusagnir, útúrsnúningar, lygar byggðar á fordómum og hatri, þvert á sönnunargögnin." Nánar er fjallað um málið á ítölsku fréttaveitunni ANZA.it. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sjá meira
Handhafar ákæruvaldsins á Ítalíu fóru á mánudaginn fram á að Silvio Berlusconi, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu, yrði dæmdur í sex ára fangelsi fyrir misnotkun í opinberu starfi og fyrir að greiða fyrir kynmök með ólögráða stúlku. Handhafar ákæruvaldsins gerðu einnig þá kröfu að Berlusconi yrði bannað að gegna embættisstörfum á Ítalíu fyrir lífstíð. Berlusconi er gefið að sök að hafa stundað mök við ólögráða stúlku að nafni „Ruby" og hafa til viðbótar misbeitt valdi sínu til að frelsa hana úr haldi lögreglu. Berlusconi og stúlkan neita bæði að þau hafi stundað kynmök og fyrrum forsætisráðherrann segir málið vera tilraun vinstrisinnaðra saksóknara til að bola sér úr embætti. Aðalsaksóknarinn í málinu, Ilda Boccasini, segir „engan vafa" leika á því að Ruby væri vændiskona og hefði stundað mök við Berlusconi. Saksóknarinn mótmælti harðlega ýmsum rökum verjenda Berlusconis. Berlusconi hefur statt og staðfastlega haldið því fram að hann hafi beitt sér fyrir því að stúlkan yrði látin laus úr haldi lögreglu í maí 2010 vegna þess að hann hafi talið að hún væri frænka þáverandi forseta Egyptalands, Hosni Mubarak. Berlusconi segist með þessu athæfi sínu hafa viljað koma í veg fyrir vandræði í samskiptum landanna. Saksóknarinn gaf ekkert fyrir þessar skýringar og sagði Berlusconi vita „full vel að um haugalygi væri að ræða og hann vissi vel að stúlkan væri ólögráða, frá Marokkó, hefði strokið frá unglingaheimili og hafði áhuga á fyrrum forsætisráðherranum." Saksóknarinn hélt því einnig fram að ýmis vitni sem verjendurnir hefðu leitt fyrir réttin hefðu logið. Ummæli saksóknarans reiddu einn lögmann Berlusconis til mikillar reiði. Berlusconi sagði að málið væri ávöxtur „fordóma og haturs." Berlusconi sagði að auki málið vera: „Kenningar, sögusagnir, útúrsnúningar, lygar byggðar á fordómum og hatri, þvert á sönnunargögnin." Nánar er fjallað um málið á ítölsku fréttaveitunni ANZA.it.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sjá meira