Ítalski framherjinn Mario Balotelli elskar að ögra vinnuveitendum sínum. Enn á ný hefur honum tekist að gera stjórnarmenn AC Milan pirraða.
Balotelli hefur einstaklega gaman af því að keyra go-kart bíla en félagið hefur bannað honum það og er komið inn á bannið í samningi hans við félagið.
Framherjinn fann leið fram hjá þessari reglu. Hann mætti einfaldlega með rándýra Ferraríinn sinn á go-kart brautina enda stendur ekkert um það í samningnum.
Balotelli keyrði í um klukkutíma á brautinni á bílnum sínum og var vel hvattur áfram af vinum sínum.
Hægt er að sjá myndir af þessu uppátæki Balotelli hér.
Keyrði Ferrari-bílinn sinn á go-kart braut

Mest lesið






Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“
Íslenski boltinn


Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits
Enski boltinn


ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík
Íslenski boltinn