Erlent

Keith Richards sjötugur - þvert á allar spár

Það bítur ekkert á hinum aldna rokkara.
Það bítur ekkert á hinum aldna rokkara. Mynd/AFP
Sjálfur Keith Richards, gítarleikari Rolling Stones, fagnar sjötíu ára afmæli sínu í dag. Fáir hefðu sennilega veðjað á það fyrirfram að Richards myndi tóra svo lengi, í ljósi þess hve hátt og hratt hann hefur lifað.

Hann hefur barist við heróínfíkn, hann reykir eins og strompur og hefur innbyrt áfengi í magni sem ekki er hægt að mæla.

Árið 2006 stóð það reyndar tæpt, þegar hann féll niður úr kókoshnetutré á Fiji. Hann gekkst þá undir heilaskurðaðgerð en náði sér að fullu. Og í dag ku hann vera við góða heilsu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×