Gylfi Þór hélt leyndarmálinu fyrir sína allra nánustu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. desember 2013 22:03 Gylfi Þór Sigurðsson. Mynd/Arnþór „Það vorum bara við konan og svo mamma og pabbi sem vissum þetta. Restin hafði ekki hugmynd um þetta,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson, íþróttamaður ársins 2013. Gylfi Þór fylgdist með kjörinu í húsakynnum sínum í London ásamt fjölskyldu sinni sem hefur verið í heimsókn yfir hátíðarnar. Sjónvarpsútsendingunni var lokið þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið í kvöld. „Það eru tíu til tólf hérna eftir úr fjölskyldunni. Það var bara mjög fín stemmning,“ segir Gylfi. Hann segist ekkert hafa verið nálægt því að missa út úr sér til fjölskyldunnar sá heiður sem hann vissi að sér yrði sýndur í kvöld. „Nei, ég held að þetta hafi verið skemmtilegra að hafa þetta svona óvænt.“ Gylfi Þór segir sér sýndur mikill heiður að hafa verið kjörinn íþróttamaður árisns. Hann segist vel meðvitaður að árangur íslenska karlalandsliðsins hafi vegið þungt í kjörinu. „Auðvitað er þetta viðurkenning fyrir landsliðið og svo hvernig síðasta tímabil mitt hjá Tottenham endaði og þetta byrjaði,“ segir Gylfi. Okkar maður var úti í kuldanum hjá Andre Villas-Boas, þáverandi stjóra Tottenham, fyrstu vikurnar eftir landsleikina gegn Króatíu. Eftir að Portúgalinn var rekinn og Tim Sherwood tók við hefur Gylfi spilað alla þrjá leiki liðsins frá upphafi til enda. Hann er óviss hvort hann byrji leikinn á morgun gegn Stoke. „Það er fundur í fyrramálið. Það getur verið að stjórinn geri einhverjar breytingar enda búið að vera mikið álag á stuttum tíma,“ segir Gylfi. Hann er á báðum áttum hvernig hann hafi nýtt tækifærið sitt í leikjunum þremur. „Ég var á miðjunni í fyrsta leiknum gegn West Ham og þá var ég miklu meira í boltanum. Það er allt öðruvísi en á kantinum. Þá er ég meira að gefa sendingar og komast inn í vítateiginn í staðinn fyrir að reyna að hlaupa á 100 kílómetra hraða framhjá leikmönnum. Mínir hæfileikar liggja ekki þar,“ segir Gylfi sem hefur verið á kantinum í undanförnum tveimur leikjum. „Aaron Lennon og Andros Townsend meiddust og því hef ég verið á kantinum sem hefur gengið svona allt í lagi. Ég er bara enginn kantmaður og er ekket að fara að hlaupa framhjá tíu mönnum og gefa boltann fyrir,“ segir nýkjörinn íþróttamaður ársins árið 2013, Gylfi Þór Sigurðsson. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Sjá meira
„Það vorum bara við konan og svo mamma og pabbi sem vissum þetta. Restin hafði ekki hugmynd um þetta,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson, íþróttamaður ársins 2013. Gylfi Þór fylgdist með kjörinu í húsakynnum sínum í London ásamt fjölskyldu sinni sem hefur verið í heimsókn yfir hátíðarnar. Sjónvarpsútsendingunni var lokið þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið í kvöld. „Það eru tíu til tólf hérna eftir úr fjölskyldunni. Það var bara mjög fín stemmning,“ segir Gylfi. Hann segist ekkert hafa verið nálægt því að missa út úr sér til fjölskyldunnar sá heiður sem hann vissi að sér yrði sýndur í kvöld. „Nei, ég held að þetta hafi verið skemmtilegra að hafa þetta svona óvænt.“ Gylfi Þór segir sér sýndur mikill heiður að hafa verið kjörinn íþróttamaður árisns. Hann segist vel meðvitaður að árangur íslenska karlalandsliðsins hafi vegið þungt í kjörinu. „Auðvitað er þetta viðurkenning fyrir landsliðið og svo hvernig síðasta tímabil mitt hjá Tottenham endaði og þetta byrjaði,“ segir Gylfi. Okkar maður var úti í kuldanum hjá Andre Villas-Boas, þáverandi stjóra Tottenham, fyrstu vikurnar eftir landsleikina gegn Króatíu. Eftir að Portúgalinn var rekinn og Tim Sherwood tók við hefur Gylfi spilað alla þrjá leiki liðsins frá upphafi til enda. Hann er óviss hvort hann byrji leikinn á morgun gegn Stoke. „Það er fundur í fyrramálið. Það getur verið að stjórinn geri einhverjar breytingar enda búið að vera mikið álag á stuttum tíma,“ segir Gylfi. Hann er á báðum áttum hvernig hann hafi nýtt tækifærið sitt í leikjunum þremur. „Ég var á miðjunni í fyrsta leiknum gegn West Ham og þá var ég miklu meira í boltanum. Það er allt öðruvísi en á kantinum. Þá er ég meira að gefa sendingar og komast inn í vítateiginn í staðinn fyrir að reyna að hlaupa á 100 kílómetra hraða framhjá leikmönnum. Mínir hæfileikar liggja ekki þar,“ segir Gylfi sem hefur verið á kantinum í undanförnum tveimur leikjum. „Aaron Lennon og Andros Townsend meiddust og því hef ég verið á kantinum sem hefur gengið svona allt í lagi. Ég er bara enginn kantmaður og er ekket að fara að hlaupa framhjá tíu mönnum og gefa boltann fyrir,“ segir nýkjörinn íþróttamaður ársins árið 2013, Gylfi Þór Sigurðsson.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Sjá meira