Fótbolti

Sigurwin fékk dekur í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hver er þessi Sigurwin? Margrét Lára fór létt með að svara spurningum blaðamanna á sænsku.
Hver er þessi Sigurwin? Margrét Lára fór létt með að svara spurningum blaðamanna á sænsku. fréttablaðið/Daníel
Sænsku blaðamennirnir höfðu mikinn áhuga á lukkudýri íslenska kvennalandsliðsins, gullfisknum Sigurwin.

„Það er búið að spyrja okkur út í hann í sænsku pressunni. Hann er greinilega að vekja athygli karlinn og spurning hvort hann verði ekki settur á Þjóðminjasafnið þegar við komum heim,“ sagði Margrét Lára létt, en hvað með nafnið?

„Guðný Björk [Óðinsdóttir] kom með Sigurvin-nafnið en svo breyttu þær nafninu í tvöfalt vaff og við samþykktum það alveg. Þetta er bara frábært nafn. Við úr Eyjum köllum hann stundum Venna en hinar í liðinu kalla hann bara Sigurwin,“ segir Margrét

Lára. Sigurwin var settur á grasið fyrir Hollandsleikinn en fékk dekur í gær.

„Það er farið svolítið illa með hann. Það á að baða hann í kvöld, setja hann í stórt baðkar og leyfa honum aðeins að sprikla. Það er hugsað virkilega vel um alla í þessu liði,“ sagði Margrét Lára og það er Elísa systir hennar sem hugsar um hann.

„Hún er að verka fisk í fyrirtæki foreldra okkar á hverjum degi. Ef einhver kann að meðhöndla fisk þá er það hún,“ sagði Margrét Lára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×