Erlent

Lést eftir fall úr rússíbana

Kona lést þegar hún féll úr rússíbana í borginni Arlington í Texas í gær. Sjónarvottar segja konuna hafa fallið úr vagni sínum í krappri beygju, en rússíbaninn er með þeim stærstu í heimi og tæplega fimmtíu metra hár þar sem hann er hæstur.

Honum hefur verið lokað á meðan rannsókn fer fram, en meðal þess sem lögreglan rannsakar er hvort konan hafi mögulega misst meðvitund áður en hún féll úr vagninum. Ungur sonur hennar er sagður hafa verið í vagninum fyrir framan hana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×