Erlent

Öflug loftárás á Damaskus

Ísraelski flugherinn gerði öfluga loftárás á skotmörk í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í nótt.

Talið er að Ísraelsmenn hafi sprengt rannsóknarmiðstöð sýrlenska stjórnarhersins í loft upp. Íbúar á svæðinu náðu ótrúlegum myndum af árásunum. Ekki hafa borist fregnir af látnum eða særðum.

Svo virðist sem að yfirvöld í Ísrael hafi ákveðið að blanda sér í átökin í Sýrlandi en það var síðast á föstudag sem ísraelsk loftskeyti grönduðu vopnasendingu til líbanskra skæruliða.

Stjórnarmenn í Ísrael hafa lýst því yfir að þátttaka í borgarastyrjöldinni sé ekki útilokuð og vel möguleg ef sýrlenski stjórnarherinn beitir efnavopnum gegn uppreisnarmönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×