Erlent

Líbanon fær 350 milljarða

Freyr Bjarnason skrifar
Forseti Líbanons er að vonum ánægður með styrkinn frá Sádi-Arabíu.
Forseti Líbanons er að vonum ánægður með styrkinn frá Sádi-Arabíu. Mynd/AP
Stjórnvöld í Sádi-Arabíu hafa heitið því að gefa Líbanon þrjá milljarða dala, um 350 milljarða króna.

Peningarnir munu fara í að styrkja herlið landsins.

Forseti Líbanons, Michel Sleiman, sagði í sjónvarpsávarpi að þetta væri hæsti styrkur sem her landsins hefði nokkurn tímann fengið. Líbanski herinn hefur átt erfitt með að stemma stigu við vaxandi ofbeldi í landinu, sem hefur tengst borgarastyrjöldinni í nágrannaríkinu Sýrlandi.

Borgarastyrjöld geisaði í Líbanon í fimmtán ár og lauk henni árið 1990.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×