Erlent

Frans páfi flottastur í tauinu

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Tímaritið segir fatastíl páfa endurspegla nýtt tímabil í sögu kaþólsku kirkjunnar.
Tímaritið segir fatastíl páfa endurspegla nýtt tímabil í sögu kaþólsku kirkjunnar. mynd/getty
Frans I, páfi í Róm, er á toppi lista tímaritsins Esquire yfir þá sem þóttu flottastir í tauinu árið 2013.

Tímaritið segir val sitt vissulega óvenjulegt en fullyrðir að einfaldur fatastíll páfa endurspegli nýtt tímabil í sögu kaþólsku kirkjunnar.

„Frans páfi gerir sér grein fyrir því að fötum er ætlað að lýsa persónuleika þess sem klæðist þeim,“ segir Mary Lisa Gavenas, höfundur bókarinnar The Fairchild Encyclopedia of Menswear.

Ann Pellegrini, prófessor í guðfræði við New York-háskóla, segir einfaldleika páfa í fatavali sýna fram á samkennd hans með fátækum.

Frans páfi þykir töluvert frjálslyndari en forverar hans. Hann hefur til dæmis talað opinberlega fyrir réttindum hinsegin fólks og lýst yfir stuðningi við brjóstagjöf á almannafæri. Þá var hann valin maður ársins af tímaritinu Time og einnig í tímaritinu The Advocate, lífstíls- og baráttutímariti samkynhneigðra.

Esquire viðurkennir að val sitt sé vissulega óvenjulegt.mynd/getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×