Báðu Sigga Hlö um The Wild Boys í miðjum stjórnarmyndunarviðræðum 11. maí 2013 19:29 Útvarpsmaðurinn Siggi Hlö kom óvænt inni í fréttir dagsins þegar hann hringdi í þá Bjarna Benediktsson og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, í beinni útsendingu í þætti sínum „Veistu hver ég var?“ síðdegis í dag. Það hefur verið ómissandi hluti af þættinum að hringja í hressa Íslendinga í sumarbústöðum en í þetta skiptið hringdi útvarpsmaðurinn síhressi í stjórnmálaleiðtogana sem kappkosta við að mynda ríkisstjórn í sumarbústað á Þingvöllum. Það var Bjarni sjálfur sem svaraði símanum en Siggi vildi meina að hann ætti einhvern þátt í því að þeir félagarnir væru að funda í sumarbústað en ekki einhversstaðar annarsstaðar. Bjarni neitaði því ekki. Spurður hvernig stemmningin væri svaraði Bjarni að hún væri góð og að útvarpsmaðurinn knái hefði létt þeim stundina á milli erfiðra samningalota. „En hvernig er stemmarinn í viðræðunum?“ spurði Siggi svo eiturhress. Bjarni spurði þá á móti: „Ertu að bíða eftir hópöskrinu?“ Siggi svaraði játandi og mátti heyra Bjarna semja örstuttu um málið við þá sem hann var með. Mátti svo heyra kröftugt gleðiöskur. Ekki er vitað hver átti það öskur. Aðspurður sagðist Bjarni ekki hafa farið í pottinn enn þá en það væri búið að grilla nokkra hamborgar og lambasteik. Þá hafa formennirnir farið í göngutúra, fjallgöngu og bakað vöfflur með rjóma og tilheyrandi. En svo fór Siggi inni á jarðsprengjusvæði þegar hann spurði Bjarna með hvaða liði hann héldi í ensku deildinni. Bjarni sagði það vera Manchester United. Mátti þá heyra hneykslunaróp í Sigmundi. Kom í ljós að Sigmundur heldur með Liverpool. „Ég vissi þetta ekki um Bjarna,“ bætti hann við í örstuttu samtali við Sigga. Málið var drepið niður hið fyrsta. Siggi bjargaði sér fyrir horn, og líklega samningaviðræðunum einnig, þegar hann spurði félagana hvaða óskalag þeir vildu. Kom þá í ljós að þeir höfðu rætt það mál ítarlega. „Við erum búnir að fara yfir þetta fram og til baka,“ sagði Bjarni og bætti við: „Það var spurning að fá Men at work en við enduðum á því að velja lag með einni af frægustu hljómsveitum heims, en það er lagið Wild Boys,“ sagði Bjarni en lagið er með Duran Duran. Siggi taldi annarri spurningu svarað þarna, að Bjarni væri greinilega meiri Duran maður en Wham. Bjarni svaraði þá: „Ég var nú fyrst og fremst U2 maður.“ Hægt er að hlusta á óborganlegt viðtal Sigga við stjórnmálaleiðtogana hér fyrir ofan. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Sjá meira
Útvarpsmaðurinn Siggi Hlö kom óvænt inni í fréttir dagsins þegar hann hringdi í þá Bjarna Benediktsson og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, í beinni útsendingu í þætti sínum „Veistu hver ég var?“ síðdegis í dag. Það hefur verið ómissandi hluti af þættinum að hringja í hressa Íslendinga í sumarbústöðum en í þetta skiptið hringdi útvarpsmaðurinn síhressi í stjórnmálaleiðtogana sem kappkosta við að mynda ríkisstjórn í sumarbústað á Þingvöllum. Það var Bjarni sjálfur sem svaraði símanum en Siggi vildi meina að hann ætti einhvern þátt í því að þeir félagarnir væru að funda í sumarbústað en ekki einhversstaðar annarsstaðar. Bjarni neitaði því ekki. Spurður hvernig stemmningin væri svaraði Bjarni að hún væri góð og að útvarpsmaðurinn knái hefði létt þeim stundina á milli erfiðra samningalota. „En hvernig er stemmarinn í viðræðunum?“ spurði Siggi svo eiturhress. Bjarni spurði þá á móti: „Ertu að bíða eftir hópöskrinu?“ Siggi svaraði játandi og mátti heyra Bjarna semja örstuttu um málið við þá sem hann var með. Mátti svo heyra kröftugt gleðiöskur. Ekki er vitað hver átti það öskur. Aðspurður sagðist Bjarni ekki hafa farið í pottinn enn þá en það væri búið að grilla nokkra hamborgar og lambasteik. Þá hafa formennirnir farið í göngutúra, fjallgöngu og bakað vöfflur með rjóma og tilheyrandi. En svo fór Siggi inni á jarðsprengjusvæði þegar hann spurði Bjarna með hvaða liði hann héldi í ensku deildinni. Bjarni sagði það vera Manchester United. Mátti þá heyra hneykslunaróp í Sigmundi. Kom í ljós að Sigmundur heldur með Liverpool. „Ég vissi þetta ekki um Bjarna,“ bætti hann við í örstuttu samtali við Sigga. Málið var drepið niður hið fyrsta. Siggi bjargaði sér fyrir horn, og líklega samningaviðræðunum einnig, þegar hann spurði félagana hvaða óskalag þeir vildu. Kom þá í ljós að þeir höfðu rætt það mál ítarlega. „Við erum búnir að fara yfir þetta fram og til baka,“ sagði Bjarni og bætti við: „Það var spurning að fá Men at work en við enduðum á því að velja lag með einni af frægustu hljómsveitum heims, en það er lagið Wild Boys,“ sagði Bjarni en lagið er með Duran Duran. Siggi taldi annarri spurningu svarað þarna, að Bjarni væri greinilega meiri Duran maður en Wham. Bjarni svaraði þá: „Ég var nú fyrst og fremst U2 maður.“ Hægt er að hlusta á óborganlegt viðtal Sigga við stjórnmálaleiðtogana hér fyrir ofan.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Sjá meira