Báðu Sigga Hlö um The Wild Boys í miðjum stjórnarmyndunarviðræðum 11. maí 2013 19:29 Útvarpsmaðurinn Siggi Hlö kom óvænt inni í fréttir dagsins þegar hann hringdi í þá Bjarna Benediktsson og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, í beinni útsendingu í þætti sínum „Veistu hver ég var?“ síðdegis í dag. Það hefur verið ómissandi hluti af þættinum að hringja í hressa Íslendinga í sumarbústöðum en í þetta skiptið hringdi útvarpsmaðurinn síhressi í stjórnmálaleiðtogana sem kappkosta við að mynda ríkisstjórn í sumarbústað á Þingvöllum. Það var Bjarni sjálfur sem svaraði símanum en Siggi vildi meina að hann ætti einhvern þátt í því að þeir félagarnir væru að funda í sumarbústað en ekki einhversstaðar annarsstaðar. Bjarni neitaði því ekki. Spurður hvernig stemmningin væri svaraði Bjarni að hún væri góð og að útvarpsmaðurinn knái hefði létt þeim stundina á milli erfiðra samningalota. „En hvernig er stemmarinn í viðræðunum?“ spurði Siggi svo eiturhress. Bjarni spurði þá á móti: „Ertu að bíða eftir hópöskrinu?“ Siggi svaraði játandi og mátti heyra Bjarna semja örstuttu um málið við þá sem hann var með. Mátti svo heyra kröftugt gleðiöskur. Ekki er vitað hver átti það öskur. Aðspurður sagðist Bjarni ekki hafa farið í pottinn enn þá en það væri búið að grilla nokkra hamborgar og lambasteik. Þá hafa formennirnir farið í göngutúra, fjallgöngu og bakað vöfflur með rjóma og tilheyrandi. En svo fór Siggi inni á jarðsprengjusvæði þegar hann spurði Bjarna með hvaða liði hann héldi í ensku deildinni. Bjarni sagði það vera Manchester United. Mátti þá heyra hneykslunaróp í Sigmundi. Kom í ljós að Sigmundur heldur með Liverpool. „Ég vissi þetta ekki um Bjarna,“ bætti hann við í örstuttu samtali við Sigga. Málið var drepið niður hið fyrsta. Siggi bjargaði sér fyrir horn, og líklega samningaviðræðunum einnig, þegar hann spurði félagana hvaða óskalag þeir vildu. Kom þá í ljós að þeir höfðu rætt það mál ítarlega. „Við erum búnir að fara yfir þetta fram og til baka,“ sagði Bjarni og bætti við: „Það var spurning að fá Men at work en við enduðum á því að velja lag með einni af frægustu hljómsveitum heims, en það er lagið Wild Boys,“ sagði Bjarni en lagið er með Duran Duran. Siggi taldi annarri spurningu svarað þarna, að Bjarni væri greinilega meiri Duran maður en Wham. Bjarni svaraði þá: „Ég var nú fyrst og fremst U2 maður.“ Hægt er að hlusta á óborganlegt viðtal Sigga við stjórnmálaleiðtogana hér fyrir ofan. Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Sjá meira
Útvarpsmaðurinn Siggi Hlö kom óvænt inni í fréttir dagsins þegar hann hringdi í þá Bjarna Benediktsson og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, í beinni útsendingu í þætti sínum „Veistu hver ég var?“ síðdegis í dag. Það hefur verið ómissandi hluti af þættinum að hringja í hressa Íslendinga í sumarbústöðum en í þetta skiptið hringdi útvarpsmaðurinn síhressi í stjórnmálaleiðtogana sem kappkosta við að mynda ríkisstjórn í sumarbústað á Þingvöllum. Það var Bjarni sjálfur sem svaraði símanum en Siggi vildi meina að hann ætti einhvern þátt í því að þeir félagarnir væru að funda í sumarbústað en ekki einhversstaðar annarsstaðar. Bjarni neitaði því ekki. Spurður hvernig stemmningin væri svaraði Bjarni að hún væri góð og að útvarpsmaðurinn knái hefði létt þeim stundina á milli erfiðra samningalota. „En hvernig er stemmarinn í viðræðunum?“ spurði Siggi svo eiturhress. Bjarni spurði þá á móti: „Ertu að bíða eftir hópöskrinu?“ Siggi svaraði játandi og mátti heyra Bjarna semja örstuttu um málið við þá sem hann var með. Mátti svo heyra kröftugt gleðiöskur. Ekki er vitað hver átti það öskur. Aðspurður sagðist Bjarni ekki hafa farið í pottinn enn þá en það væri búið að grilla nokkra hamborgar og lambasteik. Þá hafa formennirnir farið í göngutúra, fjallgöngu og bakað vöfflur með rjóma og tilheyrandi. En svo fór Siggi inni á jarðsprengjusvæði þegar hann spurði Bjarna með hvaða liði hann héldi í ensku deildinni. Bjarni sagði það vera Manchester United. Mátti þá heyra hneykslunaróp í Sigmundi. Kom í ljós að Sigmundur heldur með Liverpool. „Ég vissi þetta ekki um Bjarna,“ bætti hann við í örstuttu samtali við Sigga. Málið var drepið niður hið fyrsta. Siggi bjargaði sér fyrir horn, og líklega samningaviðræðunum einnig, þegar hann spurði félagana hvaða óskalag þeir vildu. Kom þá í ljós að þeir höfðu rætt það mál ítarlega. „Við erum búnir að fara yfir þetta fram og til baka,“ sagði Bjarni og bætti við: „Það var spurning að fá Men at work en við enduðum á því að velja lag með einni af frægustu hljómsveitum heims, en það er lagið Wild Boys,“ sagði Bjarni en lagið er með Duran Duran. Siggi taldi annarri spurningu svarað þarna, að Bjarni væri greinilega meiri Duran maður en Wham. Bjarni svaraði þá: „Ég var nú fyrst og fremst U2 maður.“ Hægt er að hlusta á óborganlegt viðtal Sigga við stjórnmálaleiðtogana hér fyrir ofan.
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Sjá meira